Frétt

Lárus G. Valdimarsson | 14.07.2005 | 15:02Frá Mussolini til Berlusconi…

Lárus G. Valdimarsson.
Lárus G. Valdimarsson.
Á vordögum var nokkur umræða um hvað þingmenn hefðu fyrir stafni í löngu leyfi sínu frá hefðbundnum þingstörfum. Fram kom að þeir hefðu í mörg horn að líta í hinum nýju víðfemu kjördæmum og meðal annars þyrftu þeir að vera viðstaddir drjúgan hluta hinna árlegu bæjar- og byggðahátíða sem tröllríða öllum helgum sumarsins.

Það vakti því nokkra athygli mína þegar á síðu vefútgáfu BB birtist greining þingflokksformanns Íhaldsins, Einars K. Guðfinnssonar (EKG), á meintu „sálarástandi” og hugmyndafátækt Samfylkingarinnar eftir landsfund flokksins nýverið. Sem Samfylkingarmanni var mér alveg ókunnugt um þessa meintu vanlíðan okkar hvað þá að skortur væri á traustri hugmyndafræði í okkar ágæta flokki. Hver hefði trúað að þingflokksformaðurinn hefði getað fórnað dýmætum tíma frá ákafri hugmyndafræðilegri vinnu eigin flokks til slíkra fræðistarfa?!

Auðvitað byrjar EKG á að senda fjölmiðlum pillu fyrir að beina of mikilli athygli að nýkjörnum formanni Samfylkingarinnar enda mun hún hafa fengið „…endalaus hefðarviðtöl...”. Slíkar sendingar eru orðnar að föstum lið í hvert sinn sem forsvarmenn Íhaldsins tjá sig opinberlega. Veit þetta fjölmiðlalið ekki að slík „fjölmiðlaböð” eru ætluð örfáum útvöldum og jafnan af mun minna tilefni enda eru þeir uppspretta óendanlegrar andagiftar líkt og hinn mikli leiðtogi Turmenbashi þar austur frá.

Þörfin fyrir nýja hugsun

Hin pólitíska niðurstaða EKG er að Samfylkingunni hefði átt að takast að nýta sér betur formannsslaginn sem háður var til fylkisaukningar í skoðannakönnunum. Niðurstaðan er sérkennileg því ef EKG hefði litið til hver áhrif innanflokksátök hafa haft í hans eigin flokki þá er ég hræddur um að niðurstaðan hefði verið önnur. En auðvitað skal hér viðurkennt að þessi athugasemd mín er gerð á þeirri forsendu að sambærilegir atburðir séu metnir útfrá sömu aðferðafræði.

Barátta frambjóðenda í formannskjöri Samfylkingarinnar var að stærstum hluta þeim til sóma en flestir voru sammála um að hún hefði verið of löng. Niðurstaðan var hins vegar skýr og afdráttarlaus fyrir formann Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sólrúnu og Össur má um margt vel við una þrátt fyrir niðurstöðuna. Flokkurinn í heild styrktist. Formannskjör með þeim hætti er fram fór hjá Samfylkingunni er auðvitað merkileg lýðræðisleg tilraun, og ekki án áhættu fyrir flokk og frambjóðendur.

Ég geri mér fulla grein fyrir að þessi lýðræðislega tilraun er Íhaldinu framandi enda skilningur þeirra á hugtakinu lýðræði takmarkaður við þá einföldu túlkun að meirihlutinn ráði. Þar á bæ snýst póltík fyrst og fremst um að halda völdum svo hægt verði að deila og drottna fámennum valdaklíkum til hagsbóta. Það er eftirtektarvert hve margir í forystu flokksins aðhyllast einangrunar- og haftastefnu fortíðar með hæfilegri blöndu heimóttarskapar og þjóðernisrembu. Kjósendur sem eru hallir undir slík viðhorf fá sína andlegu næringu þegar þingflokksformaðurinn reynir að kynda undir andúð á s.k. menntamönnum, enda er Samfylkingin samkvæmt hans mati, að breytast í menntamannaklúbb sem enga samleið á með fólkinu í landinu(?!).

Þá sjaldan að einhver gagnrýnin pólitísk umræða hefur orðið á landsþingum Íhaldsins er hún umsvifalaust kæfð. Hver man ekki eftir sorglegum myndum af því er talsmenn umhverfisstefnu voru hrópaðir niður, svo ekki sé minnst á þær örfáu sálir sem andæfa nöturlegri sjávarútvegsstefnu flokksins. Hugmyndafræðileg leiðsögn fyrir flokksmenn felst helst í því að feta þrönga krákustíga fremur einfalds boðskapar leiðtogans af trúarlegri og þá um leið gagnrýnislausri sannfæringu.

Staðreyndin er sú að hinar öru breytingar í allri samfélagsgerð okkar, sem að stærstum hluta má rekja til ytri áhrifa, hafa sett valdagrunn Íhaldsins í uppnám. Viðbrögðin eru krampakennd en um leið kunnugleg þegar gamlir valdaklíku-stjórnmálamenn missa staðbundin áhrif sín. Hvergi eru þau augljósari en í handstýrðu einkavæðingarferli, misbeitingu valds við stöðuveitingar og fáheyrðu fjölmiðlafrumvarpi svo dæmi séu nefnd.

Veikleiki íslensks stjórnkerfis felst ekki síst í langvarandi skorti á nýsköpun innan stjórnkerfis þar sem ríkt hefur áratuga þörf á nýrri hugsun við lausn viðfangsefna. Meginörsök þessa skorts má meðal annars rekja til einsleitrar samsetningar starfsliðs ráðuneyta og hugmyndasnauðar íhaldsstjórna undanfarinn áratug. Og það er sama hvar borið er niður í stefnu og yfirlýstum markmiðum Íhaldsins í velferðar- og byggðamálum þar er lítinn sem engan árangur að finna nema stefnan sé í reynd þveröfug við þau markmið sem kynnt eru. Ef svo er má telja árangurinn viðunandi og í sumum tilvikum mjög góðan eins og við þekkjum best hér vestra.

Samfylkingin þarf eins og aðrir stjórnmálaflokkar sífellt að leita nýrra leiða til að móta sína stefnu og hugmyndafræði og til þess þarf að leita í ýmsar uppsprettur þekkingar og reynslu. Leiðarljós Samfylkingar í þeirri vinnu eru hagsmunir og velferð hins almenna borgara andstætt villuljósi Íhaldsins þar sem jafnan er talið að þröngir hagsmunir fárra útvaldra eigi að ráða för.

Að ofansögðu má ljóst vera að tómur „hugmyndakofi” Íhaldsins er ekki líkleg uppspretta skapandi lausna. Hugmyndafræðileg fátækt þeirra er slík að þeir þurfa jafnvel að sækja kosningaslagorð sín til ítalskra fasista frá Mussolini („Stétt með stétt”) til Berlusconi („Áfram Ísland”).

Lárus G. Valdimarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli