Frétt

mbl.is | 13.07.2005 | 14:32Tekst Woods að endurtaka leikinn frá árinu 2000?

Opna breska meistaramótið í golfi verður það 134. í röðinni og frá stríðslokum árið 1946 hefur mótið farið fram 11. sinnum á þessum velli og er þetta því 12. mótið frá árinu 1946 sem það fer fram á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Það eru margir þekktir kappar sem hafa sigrað á þessum velli frá árinu 1946 en þeir eru:

1946
Bandaríkjamaðurinn Sam Snead sigraði eftir harða baráttu við Suður-Afríkumanninn Bobby Locke en Snead var fjórum höggum betri en Locke. En á lokakeppnisdeginum var veðrið afar slæmt á St. Andrews og var skor keppenda mjög hátt á þessu móti.

1955
Ástralíumaðurinn Peter Thomson sem var kallaður “Konungur sjávarvalla” sigraði í annað sinn á sínum ferli en hann sigraði alls fimm sinum á Opna breska meistaramótinu.

1957
Það leið ekki langur tími þar til að mótið fór fram að nýju á St. Andrews en mótið átti að fara fram á Muirfield vellinum en var fært vegna vandamála þar á bæ. Bobby Locke frá Suður-Afríku sigraði í fjórða sinn á sínum ferli á þessu móti en sögur herma að hann hafi brotið golfreglurnar á lokaholunni þar sem hann færi boltann sinn á flötinni án þess að nokkur tæki eftir því.

1960
Ástralíumaðurinn Kel Nagle hafði betur á þessu móti eftir harða baráttu við ungan Bandaríkjamann sem átti eftir að láta að sér kveða í framtíðinni en sá heitir Arnold Palmer. Nagle var einu höggi betri en Palmer á þessu móti en fresta þurfti keppni á lokadeginum um stundarsakir vegna úrhellisrigningar.

1964
Bandaríkjamaðurinn Tony Lema sigraði eftir mikla baráttu við Jack Nicklaus en fyrstu tvo keppnisdagana var veðrið slæmt á St. Andrews og var Lema 9 höggum á undan Nicklaus. En “Gullbjörninn” svaraði með því að leika á 66 og 68 höggum síðustu tvo keppnisdagana en Lema náði að halda sínum hlut og sigraði með fimm högga mun. Lema lést í flugslysi aðeins tveimur árum síðar.

1970
Doug Sanders og Jack Nicklaus voru fremstir í flokki að þessu sinni og hafði Nicklaus betur gegn Sanders. En á lokaholunni missti Saunders stutt pútt sem hefði getað tryggt honum sigurinn en þeir voru jafnir að loknum fjórða keppnisdegi og samkvæmt reglum þess tíma var brugðið á það ráð að leika 18 holu umspil á mánudegi. Þar hafði Nicklaus betur gegn Saunders en Nicklaus hefur tvívegis sigrað á Opna breska á Old Course á St. Andrews og var þetta í fyrra skiptið sem hann afrekaði það.

1978
Átta árum síðar fór mótið fram að nýju á St. Andrews og var Nicklaus enn maður sem allir vildu sigra en hann hafði á þeim tíma sigrað á 14 stórmótum á sínum ferli. Þar háði hann mikla baráttu við landa sinn Tom Watson en Watson hafði á þessum tíma sigrað tvívegis á Opna breska og hafði titil að verja frá árinu áður er hann sigraði á Turnberry vellinum eftir mikla baráttu við Nicklaus. En Watson lék illa á lokadeginum og baráttan var því á milli Nicklaus og Simon Owen frá Nýja-Sjálandi og hafði Nicklaus betur .

1984
Watson var mættur á ný til leiks og ætlaði sér að landa sjötta titlinum á Opna breska meistaramótinu og háði hann mikla baráttu við Ástralann Ian Baker-Finch fyrstu keppnisdagana en Spánverjinn Severiano Ballesteros kom aftan að þeim á lokadeginum og sigraði með því að leika gríðarlega vel á lokaholunum og var þetta annar sigur Ballesteros á Opna breska meistaramótinu

1990
Nick Faldo varð þjóðhetja er hann varð fyrsti Bretinn sem sigraði á Opna breska á St. Andrews í 90 ár en hann var fimm höggum betri en Greg Norman sem virtist líklegur til þess að veita Faldo keppni fyrir lokadaginn en Norman lék á 76 höggum á þriðja degi og missti af lestinni. En Bandaríkjamaðurinn Payne Stewart og Mark McNulty frá Zimbvabe léku vel á lokadeginum og voru jafnir í öðru sæti á eftir Faldo.

1995
Lítt þekktur bandarískur kylfingur John Daly kom sá og sigraði að þessu sinni en hann hafði vakið athygli fyrir gríðarlega högglengd. En hann kom flestum á óvart með því að leika vel upp við flatirnar og innáhöggin hjá Daly voru flest fullkomin. Ítalinn Costantino Rocca barðis vel og vippaði ofaní á lokaholunni af löngu færi og tryggði sér rétt til þess að leika bráðabana gegn Daly um sigurinn. En þar hafði Daly betur þar sem leiknar voru fjórar holur og náði Daly tveggja högga forskoti á fyrstu tveimur holunum.

2000
Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods malaði keppinauta sína á þessu móti með fáheyrðum yfirburðum en hann var 8 höggum á undan næsta manni, David Duval. Þetta var fyrsti sigur Woods á Opna breska og hefur hann ekki enn náð að landa öðrum titli á Bretlandseyjum á þessu móti. Skömmu fyrir þetta mót hafði Woods sigrað á Opna bandaríska meistaramótinu með enn meiri mun, en þar var hann 15 höggum á undan næsta manni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli