Frétt

Sigurjón Þórðarson | 13.07.2005 | 11:13Evrópusambandið ríður á vaðið

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Nýjasta forsíðufrétt sjávarútvegsblaðsins Fishing News sem kemur út á Bretlandseyjum og dreift er víða um heim, er frásögn af því að Evrópusambandið styrkir rannsóknir á kenningum sem eru í umræðunni á Íslandi. Kenningar oft á tíðum kenndar við Jón Kristjánsson fiskifræðing. Rannsóknirnar munu fara fram á Norður Írlandi. Segja má að þær séu meðal annars afrakstur fundarferða Jóns Kristjánssonar, Jörgen Niclasen þingmanns í Færeyjum og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra þar, og svo þess sem þessar línur ritar. Við höfum ferðast um Bretlandseyjar undanfarin ár, hitt þar áhrifamenn í sjávarútvegi og aðra, og haldið uppi gagnrýni á þá hugmyndafræði sem liggur til grundvallar í veiðiráðgjöf þeirri sem íslensk stjórnvöll illu heilli aðhyllast eins og hverja aðra bókstafstrú.

Í raun eru kenningar Jóns Kristjánssonar lítið annað en venjuleg líffræði, þar sem tekið er tillit til þess að fæðuframboð getur takmarkað stærð dýrastofna þ.e. samspil fæðu og vaxtar fiskistofna. Leitast verður við að skoða líffræðilegar kennitölur s.s. vöxt og stærð lifrar til þess að meta ástand stofna og leita leiða til að nota þær til að stjórna veiðum í stað hefðbundinnar fiskatalningar sem nú hefur verið notuð til að stjórna veiðum um árabil með vægast sagt mjög litlum árangri.

Það er athyglisvert að Evrópusambandið er tilbúið að skoða með opnum hug að rannsaka nýjar aðferðir. Á sama tíma reynir sjávarútvegsráðuneytið með sjálfstæðismennina Dr. Vilhjálm Egilsson hagfræðing sem er ráðuneytisstjóri, og Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra í fararbroddi, miklu frekar að gera lítið úr þeirri málefnalegu gagnrýni sem að Jón Kristjánsson fiskifræðingur og Kristinn Pétursson fyrrum alþingismaður hafa beint að algerri óstjórn ríkisstjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum. Þannig hefur þetta verið um margra ára skeið á meðan sífellt sígur á ógæfuhliðina varðandi nýtingu þorskstofnins, sem er okkar verðmætasti nytjastofn.

Veiðistjórnun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á hafsvæðinu í kringum Ísland á síðustu 14 árum byggir miklu frekar á barnalegum hagfræðikreddum en flókinni líffræði. Veiðirétturinn er gerður framseljanlegur óháð því hvar fiskurinn er veiddur, þrátt fyrir að allir sem vit hafa á fiskveiðum viti að það er í raun hrein og klár vitleysa að ætla að það veiðist meira í Breiðafirði ef hætt yrði veiðum á Bakkaflóa.

Það væri eflaust miklu nær að nota þessa aðferð kvótaflokkanna við stjórnun upptöku úr einum kartöfluakri, en á veiðum úr villtum dýrastofnum á stóru hafsvæði. Þessi óraunhæfa hugmyndafræði sem þessir flokkar hafa fylgt hefur kostað þjóðarbúið miklar fórnir, og valdið gríðarlegu tjóni. Sérstaklega í fjölmörgum sjávarbyggðunum allt umhverfis landið. Hvernig hefur atvinnu- og mannlífi í flestum þeirra ekki hnignað stöðugt frá síðustu alþingiskosningum þar sem fólki var hótað að allt færi á vonarvöl ef stjórnarandstöðuflokkarnir kæmust að völdum og minnstu breytingar yrðu gerðar á kvótakerfinu? Hversu margar byggðir hafa nú lent í vandræðum, af þeirri einföldu ástæðu að búið er að hirða réttinn af fólkinu sem í þeim býr, til að nýta auðlindir sínar?

Allt þetta undir því yfirskini að verið sé að byggja upp fiskistofna eftir vísindakenningum sem við vitum í ljósi reynslu undanfarinna 25 ára að eru mjög vafasamar. Það er kominn tími til að hleypa að mönnum sem þora að hugsa nýtt og breyta því sem breyta þarf, en láta ekki stjórnast af blindri þjónkun við spillt kvótakerfi. Evrópusambandið býr augljóslega yfir meiri manndóm og dirfsku í þeim efnum, en spillingarflokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn samanlagðir. Það kemur svo sem ekkert á óvart. Á meðan ráðamenn leggja við eyrun í Brussel, þá ber ríkisstjórn Íslands hausnum við steininn.

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli