Frétt

Leiðari 28. tbl. 2005 | 13.07.2005 | 11:08Eru fátækt og hryðjuverk óumflýjanleg?

New York - Madrid – London - Hvar bera þeir niður næst? Við þessu var búist. Enginn gat þó sagt til um hvar eða hvenær? Tími hryðjuverka hefur engin mörk. Sólarhring eftir að Lundúnabúar fögnuðu ákvörðun Alþjóða Olympíunefndarinnar um að fela þeim umsjá Olympíuleikanna 2012 reið höggið yfir. Saklaust fólk á leið til vinnu, eigandi sér einskis ills von, er myrt tugum saman; á sjúkahúsum liggja hundruð manna meira og minna slasað; enginn veit hvernig því reiðir af; líf þúsunda manna verður aldrei með sama hætti og áður. Óttinn býr í skugga atburðanna.

Skiljanleg öfund Frakka í garð Englendinga fyrir að hreppa sigur í baráttunni um Olympíuleikana, sem stórþjóðir keppast um að halda til að styrkja stöðu sína í augum alheimsins, breyttist á andartaki í samúð og samstöðu. Hvers vegna myrðum við þjóðarleiðtoga: Kennedy bræður, Olof Palme, Martin Luther King, svo fáeinir séu nefndir sem féllu fyrir morðingjahendi á síðustu öld? Hvað fær menn að taka eigið líf með það eitt að markmiði að tortíma öðru fólki? Svörin sem við þekkjum við þessum spurningum eru margfalt fleiri en spurningarnar sjálfar og að sama skapi misvísandi.

Morguninn sem neðanjarðarlestir Lundúnaborgar skókust undan sprengjum hryðjuverkamanna sátu átta menn á fundi í Gleneagles í Skotlandi, leiðtogar G8-ríkjanna, öflugustu iðnríkja heims. Þeir voru ekki í Reykjavík líkt og ætla mátti af athyglisverðri kvikmynd í Sjónvarpinu á laugardagskvöldið þar sem ósköp venjuleg stúlka, sem háttsettur embættismaður hafði kynnst á kaffihúsi, olli uppnámi þegar hún með markvissum hætti benti á ósamræmi í orðum og gjörðum leiðtoganna við að uppræta fátækt í heiminum.

,,Við stöndum hér í skugga hryðjuverkanna í London en við erum samt staðráðnir í að láta þau ekki skyggja á þann árangur, sem hér hefur náðst,“ sagði gestgjafinn í Gleneagles, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem dró ekki dul á, að árangur fundarins hefði mátt vera meiri á sumum sviðum. Aðstoðin við fátækustu ríki heims er ekki einföld. Útstrikun skulda og þróunaraðstoð dugar skammt, eitt og sér. Umfram allt þarf að leiða þjóðirnar til sjálfsbjargar á öllum sviðum og láta þær njóta þeirra auðæfa sem lönd þeirra, mörg hver, hafa til að bera. Á því er mikill brestur sakir spillingar, kúgunar og arðráns, sem ekkert lát virðist á þrátt fyrir þá miklu neyð sem við blasir. Í þeim efnum bíður mikið og erfitt verk að vinna.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli