Frétt

| 08.10.2001 | 19:54Bin Laden og Pinochet

Það virðist vera orðin regla fremur en undantekning að þegar breska heimsveldið vill láta til sín taka þá felist það í því að fylgja stefnu Bandaríkjastjórnar aðeins lengra en hún sjálf er reiðubúin að ganga. Þannig hefur Tony Blair að undanförnu tekið forystuna í að afla NATO sem flestra bandamanna í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum sem nú er hafið.
Þetta segir Steinþór Heiðarsson á vefritinu Múrnum undir fyrirsögninni Tony er ekkert blávatn.

Reyndar má vart á milli sjá hvor er meiri aflakló, Tony Blair sem hefur fengið Tyrklandsstjórn til að taka sér stutta hvíld frá fjöldamorðunum í Kúrdistan og gefa Afghanistan meiri gaum, eða Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur kjassað herforingastjórnina í Pakistan af slíkri alúð að stappar nærri hvatningu til allra, sem ekki una lýðræðislegum kosningum, að ræna völdum þegar í stað og lýsa svo yfir stuðningi við Bush og félaga.

En Blair telst þó hafa vinninginn enda gaf hann nýlega þá yfirlýsingu að ef Talibanastjórnin í Kabúl framseldi ekki Osama bin-Laden þá yrði henni steypt af stóli.

Nú verður seint sagt að eftirsjá yrði að stjórnarfarinu í Afghanistan, jafn hrottaleg mannréttindabrot og þar eru framin í nafni æðri máttarvalda. Sú staðreynd að CIA hafði milligöngu um að vopna og þjálfa Talibanahreyfinguna auk þess að senda henni fjóra milljarða Bandaríkjadollara í stríðinu gegn Sovétmönnum, skiptir varla lengur máli í þessu sambandi. Og hversu góð eða slæm sem sönnunargögnin eru gegn bin-Laden varðandi glæpaverkinn 11. september, þá hefur hann lýst ábyrgð á öðrum hryðjuverkum sem eru næg ástæða til að draga hann fyrir dómstóla.

En það er þetta með að ráðast inn í Afghanistan og setja stjórnina af ef hún ekki gegni. Er það gott fordæmi? Spólum aðeins til baka.

Einu sinni var staddur í Bretlandi maður að nafni Augusto Pinochet og hann var handtekinn vegna ákæru fyrir glæpi gegn mannkyninu, pyntingar og pólitískar aftökur í stórum stíl. Pinochet þessi komst reyndar til valda í Chile með stuðningi CIA og morði á lýðræðislega kjörnum forseta en það er önnur saga.

Dómarar á Spáni og víðar kröfðust þess að fá Pinochet framseldan. Sönnunargögnin voru öllum aðgengileg sem sjá vildu en ekki bara völdum ráðamönnum og herforingjum. Og hvað gerði Jack Straw, innanríkisráðherra í ríkisstjórn Tony Blair (og fékk stöðuhækkun fyrir vikið)? Glæpamaðurinn var látinn laus, sendur með flugvél til Chile vegna heilsubrests (Og Morgunblaðið var með mann á staðnum og flutti Íslendingum fréttir af því hvernig konurnar í Santiago grétu af gleði yfir í því að Pino væri kominn heim). Hversu margir skyldu þá hafa talið eðlilegt að ráðast á Bretland til að hafa hendur í hári Augusto Pinochet?

Tony Blair hefur löngum verið kallaður nútímalegur jafnaðarmaður en líklega er það orðskrípi meira að segja oflof í hans tilfelli. Ef til vill felst jafnaðarstefna hans í því að gera stefnu Margaret Thatcher jafn hátt undir höfði og hún sjálf gerði. Að minnsta kosti eru menn ekki jafnir fyrir lögunum í ríkisstjórn Tony Blair.

murinn.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli