Frétt

mbl.is | 12.07.2005 | 08:08Með strætó í laxveiði

Laxinn gengur af miklum krafti í Elliðaárnar þessa dagana, búið er að veiða hátt í 300 og segir Magnús Sigurðsson veiðivörður að áin virðist vera að ná sér á strik eftir lægð. „Teljarinn er kominn í tæplega 1.000 fiska, eða nákvæmlega 987. Þetta er líkt því sem var hér í gamla daga. Hrunið sumrin 1995 og '96 var mikið og síðan er áin búin að vera skugginn af því sem hún var áður. En þetta eru ágætar tölur; ef þetta heldur svona áfram þá eru það augljós batamerki. Maður vonast til að nú sé að rofa til.“

Magnús segir að hér á árum áður hafi lokatala teljarans að hausti oft verið yfir 2.000 fiskar.

"Nú er aðalgöngutíminn, í ágúst gengur lítið af laxi en svo kemur aftur sprettur í september. Náttúran passar upp á að dreifa þessu."

Í gær var búið að veiða 228 laxa.

"Þetta er hörkuveiði," sagði Magnús. "Menn eru aftur að átta sig á því að hægt er að taka strætó í bestu laxveiðiá landsins!"

Síðustu daga hafa veiðimenn verið í veislu neðst í ánni og á svokölluðu Félagsheimilissvæði, þar sem maðkaveiðimenn una sér vel.

"Nú eru fluguveiðisvæðin að detta inn og það eru samkvæmt venju gjöfulustu svæðin. Teljarinn við Elliðavatn sýnir að enginn lax hefur enn gengið í vatnið, svo þetta er að verða spennandi. Þegar fluguveiði hefst fyrir alvöru má alveg búast við sprengju." Þegar þessi góða veiði spurðist út seldust öll leyfi í júlímánuði en veiðimenn geta enn náð í veiðileyfi í ágúst á vef SVFR.

Fiskur gengur einnig af kappi í hinar árnar á höfuðborgarsvæðinu, Leirvogsá og Korpu. Á fimmtudaginn var metveiði í fyrrnefndu, að sögn Skúla Skarphéðinssonar veiðivarðar.

"Í gærkvöldi voru komnir upp 130 laxar og 270 í gegnum teljarann. Þetta er svona 40 fiskum minna en á sama tíma í fyrra, en það var líka einstakt ár hér. Fiskurinn dældist inn á fimmtudag og þá fengust 47 laxar á stangirnar tvær - það er met í ánni! Nánast allir veiddust fyrir neðan þjóðveg, þeir helltust inn, grálúsugir. Svo dró úr göngunum, núna fara 25 til 30 um teljarann á sólarhring."

Jón Þór Júlíusson, leigutaki Korpu, sagði mikið af laxi gengið í ána, stóri straumurinn 6. júlí skilað stórum göngum eins og víða annars staðar. Þegar rætt var við Jón Þór í gær var hann að koma frá Tunguá, sem er þverá Grímsár, en veiði hófst í henni í gærmorgun.

"Fólk úr sveitinni hóf veiðina, á báðar stangirnar, og var komið með kvótann, tíu laxa, strax klukkan tíu. Áin er full af fiski og gríðargott vatn í henni. Laxarnir komu úr þremur hyljum, aðrir staðir eru enn óveiddir. Veiðimennirnir tóku sér hlé snemma í morgun til að draga að fylla kvótann."

Þá sagði hann blússandi gang í Grímsá, en veiðst hafa um 250 laxar. "Þar af voru fimmtíu fyrir mánaðamót en síðast þegar það gerðist náði áin 1.900 löxum," sagði Jón Þór.

Mikið hefur rignt í Borgarfirði síðustu daga og sagði hann Grímsá orðna ansi mikla. "Síðustu sumur hefur oft vantað vatn en þetta er fullmikið af því góða."

Eins og svo víða annars staðar er veiðin vel yfir meðallagi í Haffjarðará. Að sögn Einars Sigfússonar höfðu 256 laxar veiðst í fyrradag, á sex stangir. "Síðustu daga hafa verið að veiðast um 30 á dag, eða um fimm laxar á stöng. Það er mjög gott, og ekki síst ef mið er tekið af því að besti tíminn, samkvæmt hefðinni, er enn ekki genginn í garð."

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli