Frétt

| 08.10.2001 | 18:50„Byggðavænt fiskveiðistjórnunarkerfi“ krókabáta verði leitt í lög á ný

Frá Bolungarvíkurhöfn.
Frá Bolungarvíkurhöfn.
Að sögn Guðmundar Halldórssonar, formanns Eldingar, félags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, ríkti mikil eindrægni á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Ísafirði í gær. Fundarmenn voru á sjötta tuginn. Þar var samþykkt samhljóða harðorð ályktun að hætti þeirra smábátamanna, þar sem skorað er á alþingismenn að festa í lög þá skipan við veiðar krókabáta sem í gildi var fyrir 1. september á þessu ári. Þann dag gengu í gildi ný lög sem kvótabundu krókaleyfisbáta, eins og flestum mun kunnugt.
Aðalfundur Eldingar segir í samþykkt sinni að félagið taki undir þá miklu samstöðu sem hafi myndast hjá smábátafélögum í strandbyggðum allt í kringum landið til að verja það kerfi í fiskveiðum smábáta sem var í gildi fram að nýbyrjuðu fiskveiðiári. Ennfremur segir í ályktun aðalfundarins, að sáttanefndin svokallaða hafi hvergi komið inn á stjórn fiskveiða, þrátt fyrir ástand fiskistofna og nefni ekki í niðustöðu sinni svæðaskiptingu, nýtingu miða, veiðarfærastýringu eða áhrif veiðarfæra. Krefst fundurinn þess að Alþingi skipi nýja nefnd sem hafi það hlutverk að byggja upp fiskistofnana með nýrri hugsun við stjórn veiðanna.

Ályktun aðalfundar Eldingar, sem haldinn var sunnudaginn 7. október 2001, er þannig í heild sinni:

Aðalfundur Eldingar tekur eindregið undir þá miklu samstöðu sem myndast hefur hjá smábátafélögum í strandbyggðum Íslands að verja þau kerfi í fiskveiðum smábáta sem voru í gildi fram til 1. september sl.

Aðalfundurinn harmar þá stöðu sem upp er komin í sjávarbyggðum landsins og bitnar harðast á sjómönnum, beitningafólki, fiskvinnslufólki og sveitarfélögunum og varar við að þetta ástand fer ört versnandi.

Aðalfundurinn lýsir áhyggjum sínum á hversu hægt hefur gengið að byggja upp fiskistofnana. Þrátt fyrir að fylgt hafi verið ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og kvótakerfi hafi verið við lýði í 18 ár er staðan sú að nánast allar botnlægar fisktegundir eru í sögulegu lágmarki.

Fundurinn átelur störf sáttanefndar og lýsir yfir undrun á að sáttanefnd skuli skila af sér fjórum álitum, sem er í sjálfu sér áfellisdómur og lýsir vanhæfni til að ná sáttum. Nefndin kom hvergi inn á stjórn fiskveiða, þrátt fyrir slæmt ástand fiskistofna. Nefndi ekki svæðaskiptingu, nýtingu miða, veiðarfærastýringu, vélarafl, áhrif veiðarfæra, hafsbotninn o.s.frv. Meirihluti nefndarinnar virðist ætla að vernda fiskistofnana með auðlindaskatti og skapa með því sátt í þjóðfélaginu.

Aðalfundur Eldingar krefst þess af stjórnvöldum að Alþingi skipi nýja nefnd sem hafi það hlutverk að finna leiðir til að byggja upp fiskistofnana, með nýrri hugsun, við stjórn veiðanna. Til hagsældar fyrir þjóðfélagið allt og komandi kynslóðir.

Aðalfundur Eldingar lýsir fullu trausti á þá kröfu Landssambands smábátaeigenda að forsenda fyrir viðræðum við sjávarútvegsráðherra sé að fyrir liggi úrskurður hlutlausra aðila varðandi álitsgerð Sigurðar Líndals og Skúla Magnússonar og minnisblað sjávarútvegsráðuneytisins m.t.t. heimildar stjórnvalda til að stjórna veiðum krókabáta með þeim reglum sem felldar voru úr gildi 1. september sl.

Aðalfundur Eldingar skorar á hvt. alþingismenn að afnema hið fyrsta lög um krókaaflamark og framseljanleika sóknardaga. Lögfestið það byggðavæna fiskveiðistjórnunarkerfi krókabáta sem í gildi var 31. ágúst sl. Sjávarútvegurinn þarf á friði að halda og yrði sú lagabreyting, sem hér er óskað eftir, í anda þess sem mikill meirihluti landsmanna vill sjá.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli