Frétt

bb.is | 12.07.2005 | 07:09Ætlunin að markaðsskrifstofan hefji starfsemi með haustinu

Hin nýja markaðsskrifstofa verður til húsa í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði.
Hin nýja markaðsskrifstofa verður til húsa í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði.
Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, segir fyrirhugað að Markaðsskrifstofa Vestfjarða hefji starfsemi í september. Auglýst var eftir verkefnisstjóra fyrir skrifstofuna um helgina. Aðalsteinn segir það hafa tekið talsverðan tíma að koma verkefninu af stað en núna hafi nær öll sveitarfélögin á Vestfjörðum lýst áhuga sínum á þátttöku í skrifstofunni og því sé ekkert að vanbúnaði að hefjast handa.

Aðalsteinn segir mikla þörf fyrir að efla markaðsstarf á svæðinu með áherslu á ferðaþjónustu. Hann segir mikinn skilning á því að starf ferðamálafulltrúa Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hafi vaxið mjög að umfangi þau níu ár sem Dorothee Lubecki hafi gegnt því og með markaðsskrifstofunni gefist tækifæri til aukinnar sérhæfingar. Markaðsstarfinu þurfi að sinna á öflugri hátt til að greinin haldi áfram að vaxa og þróast. Sveitarfélögin sjái einnig beinan hag af þátttöku þar sem þau geta vísað sínu kynningarstarfi á sviði ferðamála til skrifstofunnar. Þannig verði auðveldara að stunda markvisst markaðsstarf og byggja upp þekkingu.

Forsaga málsins er sú að Atvinnuþróunarfélagið, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, vann greinargerð um markaðsmál ferðaþjónustunnar árið 2004 sem var kynnt fyrir Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Þar voru kynntar tvær tillögur og leit sú umfangsmeiri að stofnun markaðsskrifstofu á svipuðum grunni og sú sem starfar fyrir Norðurland. Málið var kynnt fyrir sveitarfélögum í ágúst á síðasta ári og fjórðungsþing samþykkti að fela Atvinnuþróunarfélaginu að vinna að stofnun skrifstofunnar. Strax í upphafi lýstu Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Reykhólahreppur og Súðavíkurhreppur yfir áhuga á þátttöku en Vesturbyggð og Tálknafjörður höfðu uppi fyrirvara um aukna starfsemi fjórðungsstofnana á svæðinu og svipað hljóð var í Strandamönnum.

Atvinnuþróunarfélagið hefur lagt til við stjórn Vaxtarsamnings Vestfjarða að hluti þess fjár sem bundið er í samningnum til að efla viðgang fjórðungsins verði nýtt til starfsemi sem fari fram á suðurfjörðum Vestfjarða og á Ströndum. Á grundvelli þessa stuðnings hafa Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð og flest sveitarfélög á Ströndum lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í rekstri skrifstofunnar. Að auki komi Ferðamálasamtök Vestfjarða að rekstrinum en beðið er svara frá Árneshreppi og Bæjahreppi. Þannig segir Aðalsteinn að um 95% ætlaðs fjármagns til verkefnisins sé í höfn.

kristinn@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli