Frétt

bb.is | 11.07.2005 | 11:10Fjórir bátar fá þrjá fjórðu hluta byggðakvóta Bolungarvíkur

Bolungarvíkurhöfn.
Bolungarvíkurhöfn.
Átján bátar deila með sér byggðakvóta Bolungarvíkur á næsta fiskveiðiári. Eitthundrað þorskígildistonn eru til úthlutunar og koma tæpir þrír fjórðu hlutar til fjögurra báta; Einar Hálfdáns ÍS-11 fær 26 þorskígildistonn, Þorlákur ÍS-15 fær 24, Guðmundur Einars ÍS-255 fær 14 og Hrólfur Einars ÍS-255 fær 13,5 þorskígildistonn. Sjávarútvegsráðuneytið staðfesti nýverið tillögu bæjarstjórnar um úthlutunina. Úthlutunarreglurnar sem lagðar voru til grundvallar í Bolungarvík voru umdeildar. Ágreiningur var um málið í bæjarstjórn og úr varð að meirihlutinn ákvað að skipta kvótanum í þrennt. Stærsti hlutinn, 75 tonn, kæmi í hluta þeirra báta sem landa aflanum beint til fiskvinnslu í Bolungarvík. Fyrr á árinu sendu forsvarsmenn 15 útgerða bréf til sjávarútvegsráðuneytisins þar sem reglunum var mótmælt harðlega. Sögðu þeir að í reglunum felist „augljós mismunun á milli útgerðaraðila“ og einnig að með þeim sé verið að hegna mönnum fyrir að eiga viðskipti við fiskmarkaði í Bolungarvík.

Úthlutunin fer hér á eftir í heild sinni:

Skip nr.

Nafn

Þorskígildi

Þorskur

Ýsa

Ufsi

Steinbítur

1052

Einar Hálfdáns ÍS 11

26.451

18.074

7.935

6.172

1.229

2446

Þorlákur ÍS 15

24.129

16.488

7.239

5.630

1.121

2570

Guðmundur Einars ÍS 155

14.368

9.818

4.310

3.353

667

2565

Hrólfur Einars ÍS 255

13.546

9.256

4.064

3.161

629

2547

Siggi Bjartar ÍS 50

5.754

3.932

1.726

1.343

267

2575

Huldu Keli ÍS 333

2.515

1.719

755

587

117

1470

Jórunn ÍS 140

2.514

1.718

754

587

117

2162

Álftin ÍS 11

2.450

1.674

735

572

114

6529

Ásdís ÍS 555

1.152

787

346

269

54

2505

Gunnar Leós ÍS 112

1.104

754

331

258

51

2552

Ölver ÍS 49

1.016

694

305

237

47

2529

Glaður ÍS 421

991

677

297

231

46

7147

Sigrún ÍS 37

924

631

277

216

43

1844

Snjólfur ÍS 23

844

577

253

197

39

7160

Elín ÍS 2

784

536

235

183

36

6934

Rán ÍS 550

723

494

217

169

34

7462

Sjófugl ÍS 33

403

275

121

94

19

6641

Nanna ÍS 321

331

226

99

77

15


kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli