Frétt

mbl.is | 08.07.2005 | 13:44Halldór í heimssókn til Japans

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Sigurjóna Sigurðardóttir eiginkona hans verða viðstödd hátíðarhöld vegna þjóðardags Íslands á Heimssýningunni í Japan, EXPO 2005, í næstu viku. Halldór mun í Japan eiga fund með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, auk þess sem hann mun hitta Akihito keisara og eiga hádegisverðarfundi með japönskum þingmönnum og fulltrúum atvinnulífsins.

Sérstakur þjóðardagur Íslands á heimssýningunni verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 15. júlí Þá verður sérstök áhersla lögð á Ísland og íslenska menningu á heimssýningunni. Íslenskir listamenn koma fram og verður íslensk dagskrá allan daginn.

Þeir sem kynna íslenska menningu þennan dag eru Caput tónlistarhópurinn, myndlistarmaðurinn Halldór Ásgeirsson, Jazz-kvartett Sigurðar Flosasonar ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og popphljómsveitin Bang Gang með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar. Þá verður verkið Bergmál, eftir Ragnhildi Gísladóttur og Sjón í samvinnu við japanska slagverksleikarann Stomu Yamash’ta. Verkið var frumflutt á Listahátíð í vor og fékk afar góðar viðtökur. Flytjendur auk Stomu og Ragnhildar verða Sigtryggur Baldursson, Skólakór Kársness og Kammerkór Skálholts. Stjórnendur verða Þórunn Björnsdóttir kórstjóri og Hilmar Örn Agnarsson organisti.

Dagskrá Íslandsdagsins fer fram í 3000 manna tónleikahúsi, EXPO Dome. Dagskráin hefst með opnunarathöfn kl. 11 árdegis og stendur síðan allan daginn fram á kvöld. Vinabær Íslands, Chiryu, í grennd við EXPO-svæðið tekur virkan þátt í Íslandsdeginum og heldur auk þess sérstaka íslenska listahátíð 14.–17. júlí þar sem margir af íslensku listamönnunum koma einnig fram.

Flytjendur menningardagskrárinnar á þjóðardegi Íslands verða alls um 80 talsins.

Þann 15. júlí verða á EXPO einnig sýndir íslensku barnaþættirnir Latibær og Litla lirfan á 20 metra breiðum skjá við 10.000 manna útisvæði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, fer fyrir sendinefnd listamannanna og mun nota tækifærið til að heimsækja japanskar mennta- og menningarstofnanir til viðræðna um nánara samstarf.

Norðurlöndin taka sameiginlega þátt í heimssýningunni og eru með einn sýningarskála. Þar eru löndin að mestu kynnt sem eitt svæði og megináhersla lögð á nokkra þætti sem einkenna norræn samfélög, menningu, tækni og atvinnulíf, auk umhverfismála og jákvæðrar ímyndar landanna fyrir ferðamenn.

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli