Frétt

| 08.10.2001 | 01:30Einkavæðing skólakerfisins

Sumar sem leið starfaði ég sem blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði fyrir föstudagspésann Daglegt líf. Undir lok sumars gerði ég úttekt á tölvuvæðingu í skólakerfinu... Ég vonaði að þessi umfjöllun mín myndi vekja einhver viðbrögð og einhverja umræðu. Það gerði hún ekki, ef til vill var hún of lágstemmd og hlutlaus. Nú er ég ekki lengur blaðamaður á Mogganum og vil benda á það sem mér þykir mikilvægt:
Fyrsta staðreynd: Í ágúst 1999 kynnti Björn Bjarnason þá stefnu sína að framhaldsskólanemar skyldu hver um sig eignast eigin fartölvu í náinni framtíð, tengjanlega við þráðlaus tölvunet í skólum. Það var mánuði eftir að hann kom af árlegri auglýsingaráðstefnu tölvufyrirtækisins Apple í New York, þar sem fyrstu fartölvurnar með þráðlausri netttengingu voru kynntar. Björn skrifar pistil á heimasíðu sína um heimsóknina, nokkuð uppveðraður: „Í The New York Times las ég daginn eftir, að sérfræðingar teldu iBook-tölvuna í sjálfu sér merkilega en þráðlausa tæknin væri töfralausn og vegna þessa nýja búnaðar væri Apple níu mánuðum eða ári á undan keppinautum sínum.“ Mánuður er ekki langur tími til íhugunar á svo stóru máli. „Sannaðist þarna, að Jobs [forstjóri Apple] á mjög auðvelt með að koma boðskap sínum á framfæri með frjáslegum hætti“, eins og Björn segir sjálfur.

– – –

Þriðja staðreynd: Í Menntaskólanum í Kópavogi hefur þessi stefna tekið á sig þá mynd að „ætlast er til“ að nýnemar eigi fartölvu, og síðast þegar ég heyrði hafði ekki verið gert ráð fyrir fartölvulausum fyrsta árs nemum í skólanum, þaðan af síður styrkja- eða stuðningskerfi komið upp fyrir efnalitla. Þó leggja bæði skólastjóri og ráðherra áherslu á að ekki sé um „skyldu“ að ræða, því þau vita fullvel að það væri ólöglegt að skylda nemendur til þessara útgjalda.

– – –

Fimmta staðreynd: Lítið fer fyrir gagnrýni á tölvuvæðingarstefnuna. Einn viðmælenda minna í sumar, virtur kennslufræðingur, taldi sjálfur að tölvuvæðingin kæmi að engu gagni. Ég mátti ekki hafa þetta eftir honum, því hann sagði menntamálaráðherra hörundsáran, og hann væri þekktur fyrir að leggja, „ekki bara einstaklinga, heldur heilu stofnanirnar í einelti“, ef þaðan bærist mótvindur gegn ásetningi hans.

Sjötta staðreynd: Um leið og unglingum og foreldrum þeirra er gert að kosta áhættufjárfestingar í uppbyggingu íslensks menntakerfis með þessu hætti, berast fréttir um hækkun efnisgjalda í framhaldsskóla og innnritunargjalda í Háskóla Íslands.

Hægt og hljótt virðist menntamálaráðherra ætla að lauma ólögmætri mismunun á grundvelli fjárhags í íslenskt menntakerfi. Í besta falli verður þannig hirt af efnalitlum fjölskyldum það af kjarabótum síðustu ára sem ekki hverfur í verðbólgunni. Í versta falli verður þróunin sú að Íslendingar skiptist í tvær erfðastéttir: Þá menntuðu og efnuðu og hina ómenntuðu og snauðu.

Haukur Már Helgason er heimspekinemi í Þýskalandi og starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

strik.is / Pressan:
Hljóðlát einkavæðing skólakerfis

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli