Frétt

| 06.10.2001 | 10:06Sjóræningjar samtímans

Veiðistýring og aðgerðir til að vernda lífríki sjávar hafa verið mikið í umræðunni undanfarna daga í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um þessi mál sem nýlokið er í Reykjavík. Það er merkileg tilviljun, að ráðstefnuna hafi borið upp á sama tíma og umhverfisverndarsamtökin Grænfriðungar upplýstu um stórfelldar sjóræningjaveiðar hentifánaskipa fyrir ströndum Vestur-Afríkuríkjanna Sierra Leone og Gíneu. Engum blöðum er um það að fletta að veiðar þessar geta valdið stórskaða á lífríkinu og eyðilagt gjöful fiskimið varanlega.
Skipin sem hér um ræðir eru hentifánaskip, sem skráð eru í fátækum ríkjum þar sem litlar eða engar reglur gilda um fiskveiðistjórnun. Oftar en ekki eru þau hins vegar í eigu evrópskra fyrirtækja, einkum spænskra, enda fer aflinn að langmestu leyti á markað í Evrópu.

Grænfriðungar hafa kallað eftir því við Evrópusambandið að þetta hátterni verði stöðvað hið fyrsta, evrópskum fyrirtækjum verði bannað að skrá skip sín í löndum sem búa við ófullnægjandi löggjöf og innflutningur á fiski sem aflað er með rányrkju verði bannaður.

Það gefur auga leið, að það ætti að vera Íslendingum mikið hagsmunamál að þessar tillögur Grænfriðunga nái fram að ganga. Í fyrsta lagi hljótum við í ljósi sögunnar að styðja öll strandríki í baráttu sinni gegn rányrkju erlendra fiskiskipaflota og fyrir því að fiskveiðilögsögur ríkja séu skilyrðislaust virtar. Í öðru lagi hlýtur það að vera hagsmunamál landsmanna að slíkir sjóræningjaflotar séu upprættir - því hver veit nema að þeir beini spjótum sínum að Íslandi í framtíðinni. Síðast en ekki síst mæla sterk efnahagsleg rök með því að Íslendingar standi við bakið á Grænfriðungum í þessu máli, þar sem sjóræningjarnir eru vitaskuld í samkeppni við okkur á mörkuðum í Evrópu.

En þótt hagsmunir Íslands séu augljósir, er fátt sem bendir til að stjórnvöld séu að standa sig í stykkinu. Þvert á móti hafa þau dregið mjög lappirnar í baráttunni gegn hentifánavæðingunni og látið allar kröfur samtaka sjó- og farmanna í þeim efnum sem vind um eyru þjóta. Íslensku skipafélögin ganga sum hver hart fram í að skrá skip sín í hentifánaríkjum Karabíska hafsins og íslenskir dómstólar og lögreglan hindra sjómenn í að verða við áskorunum erlendra starfsbræðra sinna um að stöðva lögbrjóta. Þá hafa fiskvinnslustöðvar verið ginnkeyptar fyrir fiski úr erlendum togurum, þótt grunur léki á að ekki væri allt með felldu varðandi upprunann.

Skammsýni af þessum toga er ekki ný af nálinni hérlendis. Íslendingum hefur lengi þótt það snjallt bragð að pissa í skó sinn.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli