Frétt

| 06.10.2001 | 09:54Undirstaða íslenskrar tilveru

„Ef við tökum umbúðirnar utan af öllu, sem í kringum okkur er, er veruleikinn sá, að Ísland er verstöð hér langt norður í Atlantshafi og þeir, sem búa í þessari verstöð lifa á að veiða og verka fisk. Við höfum ýmislegt annað með en þetta er grundvöllurinn að lífi okkar og afkomu í þessu landi“. Þessi orð voru ekki sögð af forystumanni í sjávarplássi út á landi. Þau voru ekki sögð af trillukarli norður í Grímsey, eða útgerðarmanni á Þórshöfn. Þau voru heldur ekki sögð af þingmanni úr landsbyggðarkjördæmi sem búið er að leggja niður. Þannig mæltist ritstjóra Morgunblaðsins Styrmi Gunnarssyni á fundi um atvinnumál á Ísafirði um síðustu helgi, einsog lesa má á fréttavef Bæjarins besta, bb.is nú í vikunni.
Hversu sönn eru þessi orð? Í öllu tali um nýjan heim tölvunnar, fjarskiptanna, hugbúnaðarfyrirtækjanna, nýja hagkerfisins og upplýsingabyltingarinnar, hversu auðvelt er ekki að gleyma þessari einföldu en mikilvægu staðreynd um þetta land og þessa þjóð? Og einsog ritstjórinn benti á: Er ekki merkilegt hvað ungt fólk, menntað á besta mögulega hátt í fremstu háskólum heimsins, með nýjustu fræði og kunnáttu á hraðbergi, virðist algerlega hafa misst sjónar á þessari staðreynd, eða vill ekki sjá hana.

Hversu grátbrosleg er ekki öll sú orka, hugvit og elja sem veitt er í þann farveg sem sniðgengur undirstöðu tilveru okkar? Hvernig á að taka draumkenndu tali um Ísland sem góssenland erlendra fjárfesta, draumaveröld kapítalismans, miðstöð hátækninnnar í heiminum, örðuvísi en sem kátlegan brandara? Og ráðamenn þjóðarinnar ganga sama veg þegar þeir mæla glæsta framtíð þjóðarinnar, og ná sér svo virkilega á strik þegar þeir útlista mikilvægi og framlag örríkisins í erlendu samstarfi hervelda og iðnaðarrisa. Hér eru menn sem heimurinn hlustar á.

Staðreyndin er sú að allt sem við gerum er að veiða og verka fisk. Öll okkar utanríkisstefna hefur gengið út á það að selja fisk. Þannig hefur það alltaf verið, og þannig mun það verða um næstu framtíð. Það er best að ungt fólk á Íslandi horfist í augu við þá staðreynd, og skoði tilveruna í því ljósi. Allur iðnaður, tækni og framleiðsla sem náð hefur árangri byggist á reynslu, þekkingu og auði sem kominn er beint frá uppbyggingu og þróun sjávarútvegs hér við land síðustu tvö hundruð árin. Þannig er það.

Það er einmitt þess vegna sem við getum litið björtum augum fram á við. Á traustum undirstöðum sjávarútvegsins. Á afkastamestu sjómönnum í heimunum. Á tækni og hugviti í fremstu röð. Á þessu byggjum við framtíð íslensks þjóðfélags. Byggjum við ný tækifæri í hátækni og iðnaði, þjónustu og menntun. Byggjum við möguleikann á að verða í fremstu röð meðal þjóða, þrátt fyrir einhæft atvinnulíf, fámenni og viðkvæmt hagkerfi. Spurningin er hins vegar sú, hvernig byggjum við ofaná þessa undirstöðu?

Hvernig högum við nýtingu fiskistofna? Hvernig högum við skipulagi fiskveiða og vinnslu? Ef við göngum út frá því að ritstjóri Morgunblaðsins hafi rétt fyrir sér um grundvöllinn í lífi okkar og afkomu, hljóta þessar spurningar að vera þær mikilvægustu á sviði þjóðmálanna. Og þá er mikilvægt að ungt fólk, eins og aðrir Íslendingar, taki afstöðu til þess hvernig stjórn fiskveiða og réttindi til nýtingar okkar helstu auðlindar sé ákveðin.

Það er ekki einkamál einhverra útgerðarmanna, eða útsendara þeirra á löggjafarstofnun þjóðarinnar eða í stjórnarstofnunum, hvenig því er komið fyrir. Það er ekki einkamál einhverrar nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipar til að “ná fram sem víðtækastri sátt? um fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta mál varðar okkur öll, og enginn má skorast undan að skoða hug sinn í því efni. Nefndin sem átti “að taka tillit til hagsmuna sjávarútvegsins, byggðanna og almennings í landinu? er búin að skila af sér. Niðurstaða hennarer sú að afhenda núverandi handhöfum kvótans, útgerðaraðlinum í landinu, allan aðgang að undirstöðu tilveru okkar. Í staðinn á þjóðin, sem að nafninu til á þessa auðlind, að fá örlitla leigu, eftir flóknum reglum, þegar bankarnir og hluthafarnir eru búnir að fá sitt, eftir einhver ár og aðlögunartíma! Ætlar þjóðin að afsala sér helstu auðlind þjóðarinnar með þessum hætti, þegjandi og hljóðalaust? Virkilega??

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli