Frétt

bb.is | 05.07.2005 | 14:14Fjölmenni í gönguferð um Teigsskóg

Á kortinu má sjá hvernig leið B liggur.
Á kortinu má sjá hvernig leið B liggur.
Milli 60 og 70 manns mættu í gönguferð um Teigsskóg í Þorskafirði sem umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps stóð fyrir á sunnudag. Eins og fram hefur komið í fréttum bb.is vinnur skipulagsstofnun nú að umhverfismati á fyrirhuguðu vegstæði Vestfjarðarvegar nr. 60 í Gufudalssveit. Nokkrar leiðir voru ræddar við fyrirhugaða vegalagningu en sveitarfélög á svæðinu hafa eindregið mælt með svokallaðri B-leið. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur einnig óskað eftir því við Vegagerðina að sú leið verði farin. Sú leið felur meðal annars í sér þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar og einnig að vegurinn mun liggja út með Þorskafirði að vestanverðu í gegnum Teigskóg sem mun vera stærsti birkiskógur á Vestfjörðum.

Á vef Reykhólahrepps segir að mæting í gönguna hafi verið ótrúlega góð, en á milli 60 og 70 gengu. Auk heimamanna úr Reykhólahreppi voru meðal annarra mættir landeigendur sem nýta landssvæðið til sumardvalar í sumarhúsum sínum. Einnig sveitarstjórar Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og Reykhólahrepps, en umrætt svæði er allt innan Reykhólahrepps. Böðvar Þórisson fuglafræðingur frá Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík var einnig með í för og skýrði mönnum frá fugla- og plöntulífi á þessu svæði.

Í miðjum Teigsskógi tók örn á móti göngumönnum sitjandi á kletti. Hún (eins og sagt er í Reykhólasveit) sveimaði síðan í lágflugi yfir göngumönnum greinilega undrandi á heimsókninni. Einnig sást til fjögurra annarra arna sveimandi í lofti. Það vakti þó athygli þeirra göngumanna sem búa á Reykhólum hvað fuglalífið virtist fábreytt að öðru leyti miðað við það sem gengur og gerist á svæðinu.

Gengið var frá Gröf að Hallsteinsnesi 7 km leið og þurfti að ganga svokallaða fjöruleið, enda skógurinn orðinn ófær, svo þéttur er hann. Talsverðar umræður spruttu á göngunni á milli fylgismanna og andstæðinga veglagningarinnar og sýndist sitt hverjum. Allir voru þó sammála um að svæðið væri einstakt og að opna þyrfti það meira fyrir ferðamönnum.

Ágætisveður var í gönguferðinni, ólíkt því sem var í sumum öðrum landshlutum þennan dag. Yngstu göngumennirnir voru 1-2 ára og þeir elstu á sjötugsaldri. Skólabílar Reykhólahrepps sáu síðan um að ferja göngufólk til baka.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli