Frétt

Sælkeri vikunnar – Gróa Haraldsdóttir á Flateyri | 04.07.2005 | 16:46Saltfiskréttir og heimsins besta kaka

Sælkeri vikunnar býður upp á tvo gómsæta saltfiskrétti. Gróa segir að eftir svona gott saltfiskát sé ekkert betra en að setjast niður með kaffibollann og væna sneið af köku. Þess vegna lætur hún einnig fylgja með uppskrift að ljúffengri köku sem ber heitið Heimsins besta.

Saltfiskforréttur

250 g saltfiskur af sporðhlutanum
2 stórar rauðar paprikur
Salat
Kavíar

Sósa
¼ l majónes
Hvítlaukur
1 lítil gúrka
1 harðsoðið egg
3 msk tómatsósa eða tómatkraftur

Útvatnið saltfiskinn, þerrið hann og skerið í lengjur. Skerið paprikuna í tvennt eftir endilöngu, skerið innanúr hlutunum fjórum. Skolið salatið, látið renna vel af því og skerið í mjóar ræmur. Útbúið sósuna með því að saxa hvítlaukinn, gúrkuna og harðsoðna eggið mjög smátt og blandið saman við majónesið og tómatsósuna. Látið salatræmur í botninn á hverjum paprikuhluta, ofan á þær koma saltfisklengjur. Hellið sósunni yfir. Geymið réttinn í ísskáp þar til hann er borinn fram, þá er hver paprikuhluti skreyttur með 1 tsk kavíar.

Saltfiskur á teini

4-6 ræmur af saltfiski, af þykkasta hluta flaksins
8 beikonsneiðar
1 laukur
1 rauð paprika
16 sveppir
olía

Útvatnið saltfiskinn, þerrið og skerið hverja ræmu í 3-4 bita. Vefjið hálfri beikonsneið utan um hvern saltfiskbita. Þvoið sveppina og skerið stöngulinn af, notið aðeins efri hlutann. Skerið laukinn í fjóra hluta og takið blöðin í sundur. Skerið paprikuna í ferninga. Þræðið 4 saltfiskbita vafða í beikon upp á hvern tein, þræðið paprikubita, svepp og laukbita á milli fiskbitanna. Penslið með olíu og grillið við mikinn hita í 7-8 mínútur á hvorri hlið, gætið þess að fiskurinn soðni í gegn og allt fái fallegan lit. Með þessum rétti má t.d. bera fram majónes, hvítlaukssósu (alioli-sósu), tartarsósu, romescusósu og remúlaðisósu.

Heimsins besta

4 stk eggjahvítur
2 bollar mulið kornflakes
200 g sykur
1 tsk ger
1/2 l rjómi
1-2 plötur súkkulaði

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum út í og þeytið áfram. Bætið kornflakes og geri varlega saman við. Setjið blönduna í tvö lausbotna kökuform. Bakið í eina klukkustund við 120° hita. Brytjið súkkulaðið út í rjómann. Leggið botnana saman með rjómanum á milli.

Krem

4 stk eggjarauður þeyttar með 100 g bræddu suðusúkkulaði og 100 g flórsykur og hellið yfir kökuna.

Ég skora á Pál Önundarson á Flateyri að verða næsti sælkeri vikunnar.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli