Frétt

bb.is | 30.06.2005 | 11:37Tekist á um söluverð fasteigna í eigu Bolungarvíkurkaupstaðar

Bolungarvík. Mynd: Mats Wibe Lund.
Bolungarvík. Mynd: Mats Wibe Lund.
Bæjarráð Bolungarvíkur hefur hafnað einu kauptilboði í húseign í eigu bæjarins og vísað öðru til húsnæðisnefndar til umfjöllunar. Bæjarfulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn telur að þegar tilboð berast í húseignir bæjarins sé mikilvægt að ná samningum vegna fjárhagsstöðu hans. Bæjarfulltrúar meirihlutans telja að vegna breyttra aðstæðna á fasteignamarkaði sé nauðsynlegt að húsnæðisnefnd fái svigrúm til að fjalla um málið. Á fundi bæjarráðs Bolungarvíkur í fyrradag voru lögð fram kauptilboð í tvær húseignir í eigu bæjarsjóðs. Annað tilboðið var í húseignina að Völusteinsstræti 13 að upphæð 3,8 milljónir króna. Fasteignamat hússins er 4,4 milljónir króna og brunabótamat er tæpar 13,7 milljónir króna. Bæjarráð hafnaði þessu tilboði „enda er þetta innan við 60% af verðmati fasteignasala. Engin dæmi eru um slíkt hlutfall", segir í bókun ráðsins.

Þá var lagt fram kauptilboð í Völusteinsstræti 17 að upphæð 5,5 milljónir króna. Það hús er að fasteignamati rúmar 5 milljónir króna og brunabótamat þess er rúmlega 16,4 milljónir króna. Bæjarráð vísaði þessu tilboði til húsnæðisnefndar. Soffía Vagnsdóttir bæjarfulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn lét í framhaldinu bóka eftirfarandi: „Ef tilboð berst í fasteign í eigu bæjarins, skal það tilboð berast til húsnæðisnefndar og svar frá henni berast á grundvelli mats fasteignasala. Komi gagntilboð sem er lægra en það mat skal tilboðið berast bæjarráði til umfjöllunar og umsagnar".

Í rökstuðningi með bókun Soffíu kemur fram að fasteignamarkaður hafi verið afar sérstakur í Bolungarvík. „Bolungarvíkurkaupstaður á mikið undir því að geta selt eitthvað af þeim fasteignum sem eru í eigu bæjarins þar sem húsnæðiskerfið er gríðarlegur baggi á bæjarsjóði og hefur lengi verið. Því er það mat undirritaðrar að mikilvægt sé að ná samningum berist tilboð í eitthvað af eignum bæjarins. Þrátt fyrir ákveðinn ótta um að við slíka sölu gæti almennur fasteignamarkaður versnað enn frekar hefur annað komið í ljós", segir orðrétt í rökstuðningnum.

Þá segir að fyrir tveimur mánuðum hafi húseignin að Móholti 8 verið seld á verði sem byggðist á tæplega ársgömlu mati fasteignasala. Þá segir: „Miðað við þau rök að húsnæðismarkaður í Bolungarvík hafi síðustu mánuði tekið kipp upp á við hefði verið eðlilegt að nýtt mat hefði farið fram á eigninni þegar tilboðið barst. Það var ekki gert. Nú hefur borist tilboð í Móholt 6 og samkvæmt fyrrgreindri sölu tel ég eðlilegt að tilboðsgjafi hefði mátt njóta þess matgrundvallar sem var látinn liggja til grundvallar við söluna á Móholti 8 sem að auki er endaraðhús og ætti þar af leiðandi að vera verðmeira en það sem er í miðju. Sömuleiðis hafa borist tilboð í tvö hús við Völusteinsstræti 13 og 17. Þau hús eru 105 fm., en við annað þeirra er bílskúr. Tilboð hafa gengið fram og til baka og nú hefur bæjarráð skyndilega skipt um skoðun á meðferð máls og vísar nú öllum tilboðum inn í húsnæðisnefnd. Ég tel að með tilliti til þeirrar stöðu sem er í húsnæðiskerfi bæjarins og þess bagga sem það er á bæjarsjóði, sé sala á eignum ekki bara sala heldur einnig mikilvæg pólitísk ákvarðanataka um að reyna að leysa fjárhagsstöðu bæjarins.

Tekið skal fram að selji bærinn eign sem hefur áhvílandi lán sem eru hærri heldur en söluverð hennar, fær bæjarsjóður greiddan 90% af þeim mismuni sem er á milli söluverðs og áhvílandi lána frá Varasjóði íbúðarlána. Á grundvelli ofangreindra röksemda legg ég til að gengið verði til samninga um sölu á Móholti 4 miðað við fyrirliggjandi tilboð. Þá legg ég einnig til að Völusteinsstræti 17 verði selt á því verði sem síðasta tilboð hljóðaði upp á. Lagt verði verðmat á bílskúr sem við húsið stendur og söluverð á Völusteinsstræti 13 síðan selt á sama verði mínus verð á bílskúr, enda um samskonar eignir að ræða. Þetta mun bæta stöðu bæjarsjóðs þegar fram líða stundir", segir í bókun Soffíu.

Sölvi Sólbergsson og Ragna Jóhanna Magnúsdóttir bæjarfulltrúar meirihlutans létu bóka að þau telji að vegna breyttra aðstæðna á húsnæðismarkaði „þar sem hreyfing á fasteignaviðskiptum hefur aukist til muna á síðustu vikum og mánuðum, teljum við nauðsynlegt að einn aðili sem er húsnæðisnefnd, fái nægilegt svigrúm til að ganga frá málum til ákvarðanatöku".

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli