Frétt

Stakkur 26. tbl. 2005 | 29.06.2005 | 13:34Að komast leiðar sinnar

Einhverjum kynni að þykja vera borið í bakkafullan lækinn að ræða umferð og þjóðvegi eina ferðina enn. Svo er ekki. Efnið er afar mörgum ofarlega í huga og nú er sá tími kominn að fjöldi ökutækja er einna mestur á vegum landsins. Árið er ekki hálfnað og þrettán hafa fallið í umferðinni. Ekki dugar það eftirlifendum til fordæmis. Hraðinn lætur ekki undan. Öllum liggur á. Kapp er best með forsjá. Bílar eru góðir og vel útbúnir, betur en hæfir mörgum ökumanninum og bensínfóturinn er þungur. Aldur og kyn skiptir litlu ef marka má fréttir. Allt of margir ökumenn skirrast ekki við að setjast undir stýri ölvaðir að lokinni næturdrykkju eða án þess að hafa sofið úr sér. Hugarfarsbreytingu þarf.

Hraðinn er helsta orsök slysa í umferðinni. Hámarkshraði á Íslandi er mestur 90 km, miðað við hverja ekna klukkustund. Æði margir telja sig yfir lög hafna í þessu efni. En vegirnir veita ekki færi á meiri hraða og ökumennirnir ekki heldur. Gamall íslenskur málsháttur ,,Árinni kennir illur ræðari” á því miður vel við. Of margir bílstjórar kenna vegunum eða öðrum aðstæðum um slysin, færð skyggni eða öðru tilfallandi. Sjaldan er litið í eigin barm þegar slys verða.

Það þarf ekki að vera ófrávíkjanlegt lögmál að tveir menn láti lífið í orustunni sem háð er á þjóðvegum Íslands hvern mánuð ársins. Hver einasti ökumaður getur haft áhrif. Fyrst og fremst þarf að ná hraðanum niður og virða þau mörk sem umferðarlög setja. Í öðru lagi verður að útrýma ölvunarakstri. Það ætti að vera einfalt. En frétt um drukkinn ökumann á þjóðvegi eitt með tvö líti börn í bílnum sendir hroll niður bak okkar flestra. Ljóst er að refsingar og ökuleyfissvipting eru ráð sem ekki duga. Hvað er þá til ráða?

Hert eftirlit og þyngri refsingar virðast því miður eina ráðið á þá sem telja sig yfir lög hafna og virða samaborgara sína einskis úti á vegum. Flestir aka hóflega, en sjálfsagt aka þeir einhvern tíma of hratt. En það er ekki nóg ef ökuníðingar ,,aka” lausir. Saklausir gjalda þeirra oft. Refsingar og önnur viðurlög verður að herða. En það er þýðingarlast nema til komi aukin löggæsla. Í fréttum um daginn mátti skilja að samgönguráðuneytið hygðist standa fyrir hertu eftirliti í sumar. Gott er ef satt er.

Flest okkar viljum bara komast leiðar okkar ósködduð. Aðrir aka um, liggur mikið á og taka ekki tillit til neins, hvorki vega né aðstæðna, hvað þá annarra í umferðinni. Er ef til vill mál til þess komið að það verði þáttur í ökukennslu að sýna nemum frá krufningu þeirra sem létu lífið í umferðinni? Þá myndu margir draga úr hraða og spenna beltin. Við viljum jú öll komast á leiðarenda.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli