Frétt

bb.is | 29.06.2005 | 13:19Illmögulegt að vita hvort niðurstöðurnar koma fyrir sjónir almennings

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
Erfitt ef ekki ómögulegt er að fá upplýsingar um það hvort og þá með hvaða hætti niðurstöður úttektar á stjórnunarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði koma fyrir sjónir almennings þegar þær verða tilbúnar, líklega í október. Eins og sagt hefur verið frá var í kjölfar bréfs Ragnars H. Hall lögmanns Félags framhaldsskólakennara ákveðið innan menntamálaráðuneytisins að fela Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að gera slíka úttekt. Þá barst ráðuneytinu bréf undirritað af 24 starfsmönnum Menntaskólans, núverandi og fyrrverandi, sem allir hafa starfað undir núverandi skólameistara þar sem fram koma alvarlegar ásakanir á hendur skólameistaranum og skorað er á ráðuneytið að blanda sér í málið. Degi síðar barst ráðuneytinu 25. undirskriftin og samkvæmt heimildum bb.is eru fleiri á leiðinni.

Í bréfi sem Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri og Valur Árnason lögfræðingur ráðuneytisins sendu Ragnari H. Hall í gær vegna málsins kom m.a. fram að í kjölfar stjórnsýslukvörtunar hafi málið verið rætt við skólameistara „og niðurstaða þeirra viðræðna er að skólameistari hefur ákveðið að falla frá frekari málsmeðferð á hendur Ingibjörgu vegna framangreindra prófúrlausna. Mats- og eftirlitsnefnd menntamálaráðuneytisins mun fara yfir og kynna sér mat á prófúrlausnum í ensku við skólann“, eins og segir orðrétt í bréfinu.

Í áðurnefndri áskorun til ráðuneytisins sem 25 starfsmenn, núverandi og fyrrverandi, hafa skrifað undir segir:

„Við undirrituð, kennarar og starfsfólk Menntaskólans á Ísafirði, skorum á menntamálaráðherra að hún ráði tafarlaust bót á því alvarlega ástandi sem ríkir hér í skólanum vegna stjórnunarhátta og framgöngu skólameistara í garð margra starfsmanna skólans.

Félag framhaldsskólakennara hefur sent stjórnsýslukvartanir til menntamálaráðuneytisins vegna þessa og margítrekað farið fram á að ráðherra og ráðuneytið grípi tafarlaust í taumana. Hvorki trúnaðarmenn né stjórnir kennarafélags skólans hafa getað komið málum til betri vegar í skólanum vegna erfiðra samskipta við skólameistara eða sinnt störfum sínum vegna afskipta hennar af þeim.

Við drögum stjórnunarvald skólameistara ekki í efa. En góður stjórnandi setur reglur, leiðbeinir starfsmönnum og verndar þá. Hann verður jafnframt að vera meistari í mannlegum samskiptum og öðrum góð fyrirmynd. Ekkert af þessu á við um stjórnunarhætti skólameistarans á Ísafirði og samskipti hennar við starfsmenn skólans.

Skólameistari skirrist ekki við að beita stjórnunarvaldi sínu sem elur af sér þrúgandi andrúmsloft og einelti. Skólameistari dregur starfsmenn í dilka eftir því hvort hún telur þá vera í hennar liði eða ekki og notar stjórnunarvald sitt sem svipu í garð þeirra sem hún telur að vilji ekki una stjórnunarháttum hennar möglunarlaust. Stjórnunarhættir skólameistara, þær aðferðir sem hún notar til að beita valdi sínu og ofstopafullar atlögur hennar að einstökum starfsmönnum hafa þann tilgang einan að bola þeim úr starfi sem eru henni ekki að skapi og að hafa aðeins þá í kringum sig sem hún hefur velþóknun á.

Framhaldsskólar eru opinberar stofnanir sem verða að fullnægja kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti, bæði inn á við og gagnvart öðrum. Þetta á bæði við um stjórnendur þeirra og starfsmenn. Skólameistarar bregðast skyldum sínum þegar þeir refsa starfsmönnum sínum fyrir það eitt að gagnrýna stjórnsýslu þeirra með málefnalegum hætti og fyrir það að tjá skoðanir sínar. Fundurinn vill ekki trúa því að menntamálaráðherra ætli að láta framgöngu skólameistara Menntaskólans á Ísafirði gagnvart starfsmönnum átölulausa þegar fyrir liggja sig fjölmörg skjalfest dæmi um hana og sem bæði ráðherranum og embættismönnum hennar er fullkunnugt um.

Fundurinn skorar á menntamálaráðherra að hún grípi tafarlaust í taumana og ráði bót á þeim alvarlegu aðstæðum sem ríkja í skólanum. Fundurinn óskar jafnframt eftir því við ráðherra að hún gæti trúnaðar við þá starfsmenn skólans sem ritað hafa nöfn sín undir þessa ályktun.“

Haft var samband við ráðuneytið í gær og ítrekað reynt að ná tali af Guðmundi Árnasyni ráðuneytisstjóra vegna þessa máls. Það tókst ekki. Í dag var reynt aftur og var ráðuneytisstjórinn þá farinn í sumarleyfi. Ritari Sólrúnar Jensdóttur, staðgengils ráðuneytisstjóra, sagði að öllum spurningum fjölmiðla um málið skyldi beina til ráðuneytisstjórans sjálfs, staðgengill hans gæti engu svarað. Þá var reynt að ná tali af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, en hún var ekki við.

halfdan@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli