Frétt

bb.is | 29.06.2005 | 11:01Engum öryggisaðilum gert viðvart þrátt fyrir algjört sambandsleysi byggðarlaga

Íbúar Flateyrar voru sambandslausir í átta klukkutíma í gær. Mynd: Mats Wibe Lund.
Íbúar Flateyrar voru sambandslausir í átta klukkutíma í gær. Mynd: Mats Wibe Lund.
Svo virðist sem ekkert skipulag sé til sem unnið er eftir þegar byggðarlög verða sambandslaus eins og gerðist í gær á Flateyri og Suðureyri. Byggðarlögin voru sambandslaus við umheiminn í átta klukkustundir vegna bilunar í ljósleiðara í Skutulsfirði. Hluti endurvarps sjónvarpsstöðva við Djúp datt einnig út á sama tíma. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem byggðarlög á norðanverðum Vestfjörðum eru sambandslaus tímunum saman þar sem ekki er til staðar varasamband um ljósleiðara eins og í flestum öðrum byggðarlögum á landinu. Eins og fram kom í frétt bb.is rofnaði ljósleiðari Símans við Skutulsfjarðarbraut rétt fyrir klukkan 14 í gær. Þar eru stórvirkar vinnuvélar að störfum við gerð göngustígs. Rof strengsins hafði töluverð áhrif á norðanverðum Vestfjörðum. Útsendingar flestra útvarps- og sjónvarpsstöðva duttu út og veruleg truflun varð á símasambandi. Verst virðist ástandið hafa verið á Flateyri. Þar datt allt samband við umheiminn út, einungis var hægt að hringja innanbæjar í fastlínukerfinu og netsamband datt út. Einnig urðu verulegar truflanir á símasambandi á Suðureyri. Þær virðast þó ekki hafa verið jafn miklar og á Flateyri.

Íbúar á Flateyri voru sambandslausir í átta tíma í gær og vissu í raun ekki hversu slæmt ástandið var því engum skilaboðum var hægt að koma til þeirra. Til dæmis var ekki hægt að hringja í Neyðarlínuna, ekki var hægt að hringja í lögregluna á Ísafirði eða slökkviliðið á Ísafirði. Enginn sjúkrabíll er á Flateyri en þar er staðsettur slökkvibíll og því hefðu íbúar getað kallað út slökkvilið, í það minnsta þeir sem vita hver liðsstjórinn á Flateyri er.

Læknir er búsettur á Flateyri en honum mun ekki hafa borist vitneskja um sambandsleysið fyrr en eftir töluverðan tíma samkvæmt heimildum bb.is.

Hlynur Snorrason starfandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði segir að lögregla hafi fengið vitneskju um atburðinn kl. 15.47 eða tæpum tveimur tímum eftir að strengurinn rofnaði. Þá var óskað eftir lögreglu á staðinn til þess í raun að staðfesta að umrætt tjón hafi átt sér stað. Hlynur segir að íhugað hafi verið að senda lögreglubíl til Flateyrar en hætt hafi verið við það vegna annarra verkefna. Hann segist einungis hafa fengið óljósar fregnir af umfangi málsins og því ekki litið það alvarlegum augum.

Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri á Ísafirði segist enga vitneskju hafa fengið um atvikið og hafi því í raun ekki vitað að íbúar á Flateyri hafi ekki getað náð sambandi við Neyðarlínu. Virðist því sem engum sem sinnir öryggismálum sé tilkynnt um bilanir sem valda algjöru sambandsleysi heilla byggðarlaga eins og gerðist í gær.

En það eru ekki bara neyðaraðilar sem ekki næst samband við þegar ljósleiðari rofnar. Bankar eiga erfitt með að afgreiða viðskiptavini sína. Á Flateyri var ekki hægt að afgreiða bensín og olíu þar sem sjálfsafgreiðslubúnaður afgreiðir ekki vörur þegar ekki næst samband við móðurstöð í Reykjavík. Fiskvinnslufyrirtæki á Flateyri og Suðureyri gátu ekki keypt hráefni á fiskmörkuðum eftir að strengurinn fór í sundur.

Þetta er í þriðja skipti á þessu ári sem byggðarlög á norðanverðum Vestfjörðum verða sambandslaus í langan tíma vegna bilunar í ljósleiðara. Í mars bilaði ljósleiðari við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði með þeim afleiðingum að stór hluti fjórðungsins var án netsambands í tólf klukkustundir. Ástæðan er sú að á svæðinu er ekki til staðar varasamband eins og er á flestum öðrum stöðum á landinu. Eftir bilunina í mars var rætt um bæta varaleiðir hjá Símanum en það virðist ekki hafa tekist ef marka má bilunina í gær.

Ekki náðist í Evu Magnúsdóttur upplýsingafulltrúa Símans við vinnslu þessarar fréttar.

hj@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli