Frétt

Morgunblaðið | 28.06.2005 | 13:17Stjórnsýslukæra á skólameistara Menntaskólans á Ísafirði

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir Félag framhaldsskólakennara fara offari í málflutningi sínum í samtali við Morgunblaðið í dag, en félagið lagði í síðustu viku fram stjórnsýslukvörtun fyrir hönd Ingibjargar Ingadóttur, enskukennara við skólann. Kvörtunin beinist að ákvörðun skólameistara um að láta óháðan aðila fara yfir prófaúrlausnir Ingibjargar, en formaður Félags framhaldsskólakennara hefur sakað skólameistarann um að leggja Ingibjörgu í einelti með aðgerðum sínum.

Ólína segir málið snúast um gæði skólastarfs og þá skyldu skólameistara að fylgja því eftir að vinnuskil og gæði í skólastarfi séu eins og til er ætlast. „Málið snýst ekki um neitt annað og ég hefði frekar viljað sjá kennarasambandið beita kröftum sínum í eitthvað annað en að hindra þetta. Þetta eru uppþot af litlu tilefni. Málið er í réttum farvegi. Það verður ekki leyst með fúkyrðum í fjölmiðlum,“ segir Ólína og bætir við að hér sé um viðkvæmt starfsmannamál að ræða, sem sé unnið eftir réttum málsmeðferðarreglum.

Hún segir af og frá að verið sé að leggja kennarann í einelti, eins og haldið hafi verið fram. Átök milli Ólínu og Ingibjargar hafa komið upp áður og tengdust þau áminningu sem skólameistari veitti Ingibjörg fyrr á árinu. Ingibjörg höfðaði mál til ógildingar á áminningunni en dómsátt náðist í málinu fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í lok apríl sem fól í sér að Ingibjörg ítrekaði fyrri afsökunarbeiðni en áminningin var látin niður falla.

Ólína segir hins vegar að málið sem upp hafi komið núna sé af öðrum toga og tengist prófaskilum í vor. Hún hafi séð ákveðna annmarka á vinnubrögðum kennarans og ákveðið að láta óháðan þriðja aðila fara yfir málið. Kennarinn hafi fengið tækifæri til að koma á framfæri andmælum vegna þeirrar ákvörðunar og rann sá frestur út í gær. Gæti hugsanlega farið fyrir dómstóla Ingibjörg hafði ekki nýtt sér þann andmælarétt um miðjan dag í gær og vísaði hún á lögfræðing sinn þegar Morgunblaðið hafði samband við hana.

Ragnar H. Hall, lögfræðingur Ingibjargar, sagði að ekki yrði send yfirlýsing eða svar frá þeim um málið fyrr en fengist hefðu svör frá ráðuneytinu. Hann hefði óskað eftir þeim fyrir helgi, en ekki fengið svör þar sem ráðuneytið þurfti tíma til að kynna skólameistaranum þá kvörtun sem var fram komin í málinu. Það hefði hins vegar ekki tekist þar sem skólameistarinn hefði verið fjarverandi. Ragnar sagði málið vel geta farið fyrir dómstóla ef ráðuneytið stöðvaði ekki ferlið.

Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði að málið væri nú til meðferðar í menntamálaráðuneytinu og að í stjórnsýslukvörtuninni sé farið fram á að ráðuneytið stöðvi málið. Ekki hafi fengist endanleg svör frá ráðuneytinu hvort af því verði en Aðalheiður sagðist eiga von á svörum fljótlega.

Morgunblaðið

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli