Frétt

Jón Bjarnason | 23.06.2005 | 10:05Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra er ekki alls varnað

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerir að umtalsefni í pistli hér á vef BB þingsályktunartillögu um ferðamál sem Alþingi samþykkti sl. vor. Það er alveg hárrétt hjá ráðherranum að hann lagði þessa ágætu tillögu fram um stefnumörkun í ferðamálum sem hlaut góðar undirtektir. Hún fór fyrir þingnefnd þar sem hún var afgreidd til þingsins um að hún yrði samþykkt. Og þó hún kæmi seint fram voru nefndarmenn sammála um að leggja til að hún fengi afgreiðslu. Og mér finnst alveg rétt hjá ráðherranum að birta þingsályktunartillöguna því hún er ágæt. Það er nú sem betur fer fæstum alls varnað og þingmenn Vinstri grænna hældu ráðherra fyrir undirbúningsvinnuna við þingsályktunartillöguna og þær áherslur sem koma þar fram.

Þjóðin þekkir stefnu Vinstri grænna í uppbyggingi ferðaþjónustu. Við þingmenn Vinstri grænna lögðum einnig fram á þessu þingi og áður tillögur í atvinnu- og ferðamálum þar sem lögð er áhersla á náttúru Íslands í vistvænni og sjálfbærri ferðaþjónustu. Vitnað er til einnar slíkrar tillögu í Norðurstjörnunni, þar sem lagt er til alvöru stórátak í náttúru- og menningartengdri ferðaþjónustu í Norðvesturkjördæmi. Ítarlega var fjallað um þá tillögu á BB vefnum snemma sl. vetur og fékk hún góðar undirtektir. Var hún einskonar stefnumörkun Vinstri grænna í ferðamálum fyrir kjördæmið.

Tillögur stjórnarandstæðinga ná sjaldnast fram að ganga á þingi og því fögnum við þegar við sjáum góð atriði sem við getum stutt í tillögum einstakra ráðherra. Það skal hér ítrekað að ég tel að samgönguráðherra hafi staðið vel að samningu þessari þingsályktunartillögu um ferðamál og Vinstri- grænir fagna því sem vel er gert.

Stefnan í ferðamálum og stóriðjustefnan fara alls ekki saman

Hitt er svo öllum ljóst og kom greinilega fram í umræðum í þinginu að ein meginmarkmið tillögunnar um ferðamál eru í hróplegu ósamræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í stóriðju- og virkjanamálum. Er furðulegt ef ráðherra skellir skollaeyrum við þeirri hörðu gangrýni sem nú kemur frá flestum greinum atvinnulífsins og þá ekki síst ferðaþjónustunni á þá stefnu. Þar er bent á að stóriðjustefnan keyrir upp gengi krónunnar og skerðir verulega samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar svo hriktir í. Einnig vara samtök ferðaþjónustunnar við neikvæðum áhrifum stórvirkjanna og umhverfisspjalla. Það er nefnilega svo í þessum efnum að orð og athafnir þurfa að fylgjast að hjá ráðherra ferðamála sem öðrum.

Ráðherra ferðamála má ekki blindast af álglýju iðnaðarráðherra

Ég hef gagnrýnt samgönguráðherra sem aðra þegar mér finnst þeir gera rangt, en ég get líka látið þá njóta sannmælis þegar vel er gert. Samgönguráðherra hefur sýnt að hann getur vel tekið til hendi og staðið á meiningu sinni. Ferðaþjónustan á mikla möguleika í ægifagri náttúru landsins. Ég skora því á ráðherra að standa vörð um stefnuna í ferðamálum sem hann lagði fram og Alþingi samþykkti og láta ekki stóriðjumartröðina og áltrúboðið villa sér sýn. Mitt mat er að stíflun Jökulsánna í Skagafirði fyrir stórvirkjanir og álver við sögustaðinn Kolkuós sé ekki sú framtíðarsýn sem Skagfirðingar vilja sjá.
Er nú ekki komið nóg af álverum.?

Hér fara eftir sýnishorn af ályktunum og skrifum, sem samgönguráðherra hlýtur að hafa fylgst með og getur ekki lokað eyrum fyrir. En þær styðja með afdráttarlausum hætti áherslur Vinstri grænna. Ráðherra ferðamála ber að taka alvarlega viðvörunaorð ferðaþjónustunnar:

Stóriðjustefnan og skert framlög til ferðamála taka sinn toll

2. júní 2005, Af fréttavef Samtaka ferðþjónustunnar:

„Fækkun erlendra ferðamanna“

„Samkvæmt tölum sem birtust í gær á vef Ferðamálaráðs er 5,6% fækkun erlendra ferðamanna 5 fyrstu mánuði ársins, en engar upplýsingar höfðu verið birtar frá áramótum. Samdráttur er á flestum helstu svæðum en mest er fækkunin frá Svíþjóð og Noregi. Það er þó 1-3% aukning frá Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi. Þetta eru mikil umskipti eftir tvö ár með mikilli aukningu. Það er ljóst að hátt gengi íslensku krónunnar er að leika ferðaþjónustuna grátt eins og aðrar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar og rýrir samkeppnishæfni. Þar að auki var dregið mjög úr framlagi ríkisins til markaðssetningar í ár og vöruðu SAF við því og sögðu lífsnauðsynlegt að verja greinina á meðan gengi krónunnar væri svona hátt og hún yrði best varin með því að auka markaðssókn. (leturbr. jb) Erfitt er að spá um sumarið þar sem bókanir eru að koma seint inn, en þessar tölur auka mönnum ekki bjartsýni.“

„Varað við virkjunarframkvæmdum í Skagafirði“

Ályktun stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar. Til fjölmiðla 6. október 2004

Samtök ferðaþjónustunnar vara alvarlega við þeirri tillögu sem fram hefur komið og er til breytingar á þriðju tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2004-2016. Tillaga þessi var kynnt á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 24. september sl.

Samtökin benda á að efling ferðaþjónustu hefur verið eitt meginmarkmið stjórnvalda á undanförnum árum. Áframhaldandi vöxtur er best tryggður með öflugri þjónustu og fjölbreyttri afþreyingu. Góð afþreying er lykilatriði í að laða ferðamenn til landsins. Jökulár Skagafjarðar eru afar vinsæl afþreying bæði meðal erlendra og innlendra ferðamanna enda einhverjar þær bestu og fjölbreyttustu til fljótasiglinga í Evrópu.

Einnig hefur umtalsverð atvinnustarfsemi byggst upp í kringum fljótasiglingarnar sem skapað hafa tekjur í byggðarlaginu. Það er því undarlegt að fórna dýrmætu svæði án þess að fram hafi komið hvers kyns atvinnuuppbyggingu virkjanirnar komi til með að hafa í för með sér.

Með samþykkt þessarar breytingar er verið að stofna áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu í voða auk þess sem ímynd Skagafjarðar sem áfangastaðar ferðamanna mun bíða álitshnekki."

„Í takt við nýja tíma“ er tilvitnun í forystugrein Morgunblaðsins sem ég treysti, að ráðherrann hafi lesið og taki mark á. (úr leiðara Mbl. 8.apríl sl.) Þar er fjallað um niðurstöður skoðanakönnunar sem sýnir að Norðlendingar eru alls ekki reiðubúnir að fórna náttúrperlum sínum og samfélagi á altari álvera og umhverfisspjalla. Og eru Skagfirðingar þar sýnu andvígastir:

„Þessar niðurstöður hljóta að vekja helstu formælendur stóriðjuframkvæmda til umhugsunar. Ljóst virðist að stór hluti Norðlendinga líti frekar til annarra kosta en stóriðju hvað varðar uppbyggingu og þróun atvinnulífs í landsfjórðungnum. Enda liggur fyrir að stóriðja skapar fremur einhæf störf og raunar til þessa nær eingöngu fyrir annað kynið, þótt hjá Reyðaráli séu nú uppi metnaðarfull áform um jafnt kynjahlutfall í störfum hjá nýju álveri.

Margir hafa áhyggjur af að hin nýju störf vegi ekki upp á móti þeim miklu og oft óendurkræfu umhverfisáhrifum sem stóriðjan og tilheyrandi ráðstafanir til raforkuöflunar óneitanlega valda. Þá benda talsmenn annarra atvinnugreina á hættuna á neikvæðum áhrifum stóriðju og virkjana á uppbyggingu annarra atvinnugreina á viðkomandi svæði, ekki síst ferðaþjónustu.

Niðurstöður þeirra kannana, sem gerðar hafa verið fyrir iðnaðarráðuneytið, benda því ekki til neinnar samstöðu á Norðurlandi um stóriðjuframkvæmdir. Niðurstöðurnar hljóta raunar að vera hvatning þeim sem vilja kanna vandlega aðra atvinnukosti, sem væru meira í takt við nýja tíma upplýsingasamfélags og hátækniiðnaðar.“

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri- grænna í Norðvesturkjördæmi.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli