Frétt

| 03.10.2001 | 16:57OV selt – og hvað svo?

Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar ákvað að sveitarfélagið myndi ganga að tilboði ríkisins í hlut þess í Orkubúi Vestfjarða. Bolungarvíkurkaupstaður og Hólmavíkurhreppur ætla einnig að selja. Tálknafjarðarhreppur og mörg smærri sveitarfélög ákváðu einnig að ganga að tilboði ríkisins í hlut þeirra.

Fjórir af fimm bæjarfulltrúum á Ísafirði vildu ekki selja. Rök þeirra virtust ekki sannfærandi. Vesturbyggð ákvað að ganga ekki að síðara tilboði ríkisins. Fjárhagur sveitarfélagsins mun vera mjög bágur. Þrátt fyrir þá staðreynd að stofnun Orkubús Vestfjarða sé glæsilegasta dæmið um samstöðu sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum er ekki samsvarandi samstaða um að selja ríkinu hlut sveitarfélaganna í Orkubúinu. Frá stofnun þess 1977 hefur ekki náðst viðlíka samstaða um nokkurt eitt málefni er varðar hagsmuni íbúa Vestfjarða. Sameign ríkisins og sveitarfélaganna hefur gefist vel, einkum þeim síðarnefndu. Orkumál tekið jafnvel meiri framförum en samgöngumál á Vestfjörðum. Hafa þau þó tekið miklum stakkaskiptum til hins betra.

Fram að þessu hafa helstu deilur sveitarstjórnarmanna staðið um setu í stjórn Orkubús Vestfjarða. Minna hefur verið deilt um stefnumótun og framkvæmdir og hafi slíkt orðið uppi á teningnum hefur það snúist um smærri ákvarðanir. Orkubúið hefur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa búið við farsæla stjórn og núverandi framkvæmdastjóri hefur gegnt því starfi nánast frá upphafi, en hann hóf störf fyrri hluta árs 1978. Starfsfólk fyrirtækisins hefur nánast undantekningarlaust unnið fyrirtækinu af mikilli hollustu.

Hlutafélagið Orkubú Vestfjarða hefur nú tekið til starfa og við sölu hluta sveitarfélaganna í því, til ríkisins, hverfa um leið völd þeirra og áhrif. Það heldur einkarétti þeim sem sameignarfélagið fékk frá iðnaðarráðherra á grundvelli laganna sem sameignarfélagið byggðist á. Þýðingarlaust er velta fyrir sér með hvaða hætti hlutafélagið muni starfa. Hugsanlega verður það einkavætt fyrr en síðar.

Spurningin sem vaknar lýtur öðru fremur að því hvernig sveitarfélögin hyggjast verja því mikla fé sem kemur inn fyrir hlutinn í Orkubúinu hf. Mörg erfið verkefni bíða. Fólki hefur fækkað umtalsvert, kvóti hefur horfið frá Vestfjörðum og kippt stoðunum undan þeirri atvinnu, sem byggð í kjördæminu hefur hvílt á. Atvinna hefur dregist saman, einkum í útgerð og fiskvinnslu. Þannig var málum komið fyrir upphaf nýs kvótaárs 1. september síðast liðinn að verulegur hluti þess afla sem kom í land af smábátunum var fluttur annað til vinnslu. Eitthvað var þó unnið heima. Togurum og frystihúsum hefur fækkað. Samfara því hefur atvinna dregist saman í þeim greinum sem þjónustuðu meginstoðina. Flest sveitarfélaganna eru stórskuldug og því lítil von til þess að féð nýtist til uppbyggingar atvinnu og stuðnings við ný fyrirtæki í sveitarfélögunum.

Hvernig verður söluhagnaðurinn notaður? Svarið við þessari spurningu er sennilega mikilsverðasta pólitíska ákvörðunin á Vestfjörðum í upphafi nýrrar aldar.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli