Frétt

Leiðari 25. tbl. 2005 | 22.06.2005 | 15:51,,Mér finnst vera ansi langt í land“

,,Helst vildi ég auðvitað að við þyrftum ekki að hafa neitt Kvenréttindafélag þ.e.a.s. að við hefðum fullkomið jafnrétti kynjanna, en þar sem við eigum langt í land ennþá þá tel ég að KRFÍ hafi næg verkefni í ár og áratugi í viðbót,“ sagði Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, í viðtali við 19. júní, blað KRFÍ, sem að þessu sinni var öðru fremur helgað því að fyrir níutíu árum öðluðust íslenskar konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi. Síðan þetta gerðist hefur 19. júní verið þeirra dagur. Ingibjörg H. Bjarnason varð fyrst íslenskra kvenna til að taka sæti á Alþingi 1922, tveimur árum eftir að konur höfðu öðlast fullan kosningarétt.

Tímamót í sögu réttindabaráttu íslenskra kvenna tengjast árinu 2005. Sum þeirra varða einstaklinga sem ruddu brautina með námi og síðar störfum í þjóðarþágu. Tuttugu og fimm ár eru síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í lýðræðislegum kosningum. Sama ár var kona í fyrsta sinn skipuð sýslumaður á Íslandi.

Samstaða íslenskra kvenna hefur þó hvorki fyrr né síðar birst með jafn sýnilegum hætti og 24. október 1975, á upphafsári kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna, þegar þær þúsundum saman lögðu niður vinnu, tóku sér frí og söfnuðust saman til útifunda, til þess öðru fremur að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra. Kvennafrídagsins verður lengi minnst sem eins áhrifamesta viðburðar í jafnréttisbaráttunni.

Það rigndi á Þingvöllum 19. júní síðastliðinn þegar konur fjölmenntu þangað til að minnast þeirra merku tímamóta, sem áður er getið. Það rigndi líka á Þingvöllum 17. júní 1944 þegar Íslendingar fögnuðu lokasigri frelsisbaráttu sinnar með stofnun lýðveldis. Konur létu veðrið ekki aftra sér frá því að fjölmenna á Þingvöll nú frekar en þjóðin fyrrum. Engum er ljósara en konum, að enn blæs á móti. Í gegnum áratugina hefur mótbyrinn verið þeim hvatning til áframhaldandi baráttu, vitandi að andstaðan gefur smám saman eftir, líkt og vindinn lægir og það styttir upp um síðir. Þess vegna halda þær ótrauðar áfram.

Réttindabarátta hefur alltaf átt undir högg að sækja. Og fátt bendir til að þar muni breyting á verða. ,,Mér finnst vera ansi langt í land,“ eru viðbrögð Vigdísar Finnbogasdóttur, fyrrum forseta, við spurningunni um stöðu jafnréttismála í dag. 19. júní kemur aftur. Svo lengi sem konur halda róðrinum áfram styttist í að þær nái landi.
s.h.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli