Frétt

mbl.is | 22.06.2005 | 08:08Japanar hvattir til að hætta vísindaveiðum á hvölum

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins samþykkti í morgun ályktun þar sem áform Japana um að stórauka vísindaveiðar sínar á hvölum eru fordæmd. Eru Japanar hvattir til að hætta vísindaveiðunum. Ályktunin, sem samþykkt var með 30 atkvæðum gegn 27, er ekki bindandi og segjast Japanar ætla að framfylgja áætlunum sínum. Ekkert hefur verið fjallað um vísindaveiðar Íslendinga á hrefnu á fundinum. Ástralar lögðu tillöguna fram á fundinum ásamt Nýsjálendingum og fleiri ríkjum. Eftir atkvæðagreiðsluna sagði Chris Carter, umhverfisráðherra Nýja-Sjálands, að niðurstaðan sýndi að meirihluti ríkja teldi hvalveiðar Japana í Suðurhöfum væri ekki viðunandi.

Akira Nakamae, embættismaður í japanska sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að þrátt fyrir niðurstöðuna á ársfundi hvalveiðiráðsins yrði vísindaveiðiáætluninni framfylgt en Japanar og önnur aðildarríki ráðins hafa rétt til að stunda vísindaveiðar á hvölum þrátt fyrir að bann sé í gildi við hvalveiðum í atvinnuskyni.

„Þótt við höfum tapað þá erum við ánægðir," sagði Joji Morishita, formaður japönsku sendinefndarinnar og sagði að lítill munur í atkvæðagreiðslunni sýndi að mikill stuðningur væri við vísindaáætlun Japana.

Hvalveiðiráðið gefur einnig út kvóta til svonefndra frumbyggjaveiða, aðalleg til Inúíta á Grænlandi og í Alaska. Fulltrúi Grænlendinga í dönsku sendinefndinni tilkynnti á ársfundinum í morgun, að frá og með næsta ári yrði sandreyðakvóti grænlenskra frumbyggja lækkaður úr 19 dýrum í 10 en vísindanefnd ráðsins hefur lagt til að dregið yrði úr veiðunum.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli