Frétt

| 03.10.2001 | 13:11Fíkniefnavandinn stóreykst

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, tekur undir með borgarstjóra Reykjavíkur að tímabært sé að skjóta skjólshúsi yfir virka fíkla sem eiga engan samastað. Hann segist sjálfur hafa barist fyrir þessu úrræði árum saman og tímabært sé að borgarstjóri, eins og fleiri, vakni upp við vondan draum. Visir.is greindi frá.
Borgarstjóri sagði í DV í gær að hugmyndir væru uppi um að reisa heimili og gistiskýli fyrir fólk í neyslu og yrði blað brotið ef þetta yrði að veruleika. Þórarinn segir að allir, hversu illa sem þeir séu staddir í lífinu, eigi rétt á næturstað en svona heimili eða gistiskýli séu aðeins hálf lausn því áfram verði spurt af hverju allt þetta fólk sé heimilislaust. "Það var kominn tími til að menn vöknuðu upp við vondan draum. Ég er búinn að tala um það í mörg ár að það stefndi í óefni í Reykjavíkurborg en borgarstjóri vildi ekki hlusta á það. Ég fagna því ef menn eru að vitkast eitthvað og hún þar á meðal," segir Þórarinn.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, sagði erfitt að skjóta á fjölda þeirra verst settu sem hvergi gætu höfði sínu hallað á næturnar vegna neyslu en taldi að e.t.v. væri um að ræða 30--50 manns. Þórarinn telur að sú tala geti verið rétt en segir hins vegar að alls séu 500 manns í Reykjavík mjög illa staddir vegna vímugjafamisnotkunar. Þetta séu sem dæmi sprautufíklar og endurkomufólk í meðferðir. Margir þeirra séu upp á aðstandendur komnir en búast megi við að nokkrir tugir í þessum hópi eigi ekki í nein hús að venda.

"Þetta hefur versnað mjög í sumar og ástæðan er einföld. Þeim rúmum hefur fækkað verulega sem menn hafa haft til að taka við fólki, bæði í vímuefnameðferð og geðmeðferð. Þannig má benda á að dregið hefur verið úr starfsemi deilda á Landspítalanum, Staðarfell er lokað og Vogur var rekinn á hálfri ferð í sumar. Öllum ætti að vera ljóst af hverju vandinn birtist í verri mynd en áður," segir Þórarinn. Knappar fjárveitingar til SÁÁ voru nokkuð í umræðunni í sumar en Þórarinn segir að heilbrigðisráðuneytið virðist eiga í fjárhagsvanda og ekkert hafi þokast í rétta átt. "Það hefur enn ekkert komið út úr samningaviðræðum við ríkið sem bendir til þess að við munum fá meiri peninga."

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði í samtali við DV að fjárveitingar til SÁÁ hefðu aukist sl. ár. Hann sagði að nýlega væri sem dæmi búið að semja um 36 milljóna króna launabætur en hins vegar væru vandamál til staðar og menn væru að vinna í að leysa þau.

Jón sagði enn fremur að hann kannaðist ekki við niðurskurð á deildum Landspítalans umfram hefðbundnar sumarlokanir. Hann sagðist vilja bíða með að tjá sig um heimilin fyrir fíklana þangað til ráðuneytið væri búið að funda með félagsmálastjóra og félagasamtökum.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli