Frétt

bb.is | 22.06.2005 | 07:15Þjófstart Hamingjudaga á Hólmavík

Hamingjudagar á Hólmavík verða haldnir í fyrsta sinn eftir rúma viku.
Hamingjudagar á Hólmavík verða haldnir í fyrsta sinn eftir rúma viku.
Dagskrá bæjarhátíðarinnar Hamingjudagar á Hólmavík sem haldnir verða 30. júní - 3. júlí er óðum að taka á sig endanlega mynd. Undirbúningur fyrir hátíðahöldin gengur mjög vel að sögn Bjarna Ómars Haraldssonar framkvæmdastjóra Hamingjudaganna. „Allt er verða klappað og klárt. Búist er við að töluverður fjöldi af fólki sæki hátíðina ef veðrið verður gott“, segir Bjarni Ómar. Meðal þess sem boðið verður upp á má nefna myndlistarsýningar, hagyrðingakvöld og heilmikil útiskemmtun. Þá má segja að dagskráin hefjist í kvöld með tónleikum Jóns Ólafssonar. „Við leituðum til Jóns til að biðja hann um að taka þátt í Hamingjudögunum en hann verður staddur á Hróarskeldu á þeim tíma. Hann heldur því í staðinn tónleika í kvöld og verður það nokkurs konar þjófstart fyrir hátíðina. Idolstjarnan Hildur Vala kemur einnig fram á tónleikunum. Ekki má svo gleyma Idolstjörnu okkar Hólmvíkinga, Heiðu, sem verður ein aðalstjarnan á hátíðinni“, segir Bjarni Ómar.

Dagskráin á eftir að taka einhverjum lítilsháttar breytingum en í grófum dráttum verður hún eins og hér segir:

Miðvikudagur 22. júní:

Kl: 20:30 Jón Ólafson með tónleika í Hólmavíkurkirkju. Gestur á tónleikunum er Hildur Vala.

Fimmtudagur 30. júní:

Kl: 20 Hagyrðingakvöld á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum í Félagsheimilinu á Hólmavík. Kveðskapur, kaffiveitingar og skemmtiatriði.

Föstudagur 1. júlí:

Kl: 18-19 Tónlistaratriði við opnun sýninga í Grunnskólanum.
Kl: 18-20 Myndlistarsýningar í Grunnskólanum.
Kl: 20 Hátíðin formlega sett, ávarp o.fl.
Kl: 20-21 Tónleikar með Idolstjörnunni Heiðu Ólafs og hljómsveit hennar.
Kl: 23-03 Dansleikur með Heiðu Ólafs og hljómsveit.
Kl: 23-03 Dansleikur með hljómsveitinni Eidís á Café Riis.

Laugardagur 2. júlí:

Kl: 8-11 Morgunverðarhlaðborð í félagsheimilinu á vegum ferðaþjónustunnar á Kirkjubóli.
Kl: 10 Héraðsmót HSS í fótbolta, fyrri umferð í karlaflokki.
Kl: 10-12 Heilsumorgun í Íþróttamiðstöðinni, kynningar á heilsuvörum, heilun, o.fl.
Kl: 10-12 og 14-20 Myndlistarsýningar í Grunnskólanum.
Kl: 14-20 Útiskemmtun í Kirkjuhvammi: Fjölmörg tónlistar og skemmtiatriði á útipalli m.a. Jón Víðisson töframaður, Hemúllinn , harmónikkuleikararnir heimsfrægu Yuri og Vadim, Hljómsveitin Micado, hljómsveitin Deodorant og Kvennakórinn Norðurljós.
Kl: 17:30-20 Heitt í kolunum. Gestir koma með kjöt og geta grillað sér og snætt í Hvamminum. KSH verður með meðlæti til sölu á staðnum.
Kl: 20 Blót að heiðnum sið við Galdrasýningu á Ströndum.
Kl: 21-22 Varðeldur og brekkusöngur.
Kl: 23-03 Dansleikur í Bragganum, hljómsveitin Kokkteill.
Kl: 23-03 Lifandi tónlist á Café Riis.

Sunnudagur 3. júlí:

Kl: 08-11 Morgunverðarhlaðborð í félagsheimilinu á vegum ferðaþjónustunnar á Kirkjubóli.
Kl: 11 Gospelmessa í Hólmavíkurkirkju.
Kl: 14 Fjöruferð á vegum Sauðfjárseturs í Sævangi.
Kl: 14 Tónleikar með KK og Ellen í Hólmavíkurkirkju.
Kl: 14-18 Kaffihlaðborð í Sauðfjársetri.
Kl: 16 Fjölskyldufótbolti í Sævangi.

thelma@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli