Frétt

bb.is | 21.06.2005 | 15:10Skipulagsstofnun samþykkir með athugasemdum matsáætlun vegna snjóflóðavarna

Á þessari mynd má sjá umfang framkvæmdanna á Hafrafellshálsi og í Bröttuhlíð. Myndin er unnin af Oddi Jónssyni en loftmyndin er frá Loftmyndum ehf.
Á þessari mynd má sjá umfang framkvæmdanna á Hafrafellshálsi og í Bröttuhlíð. Myndin er unnin af Oddi Jónssyni en loftmyndin er frá Loftmyndum ehf.
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Ísafjarðarbæjar að matsáætlun vegna fyrirhugaðra snjóflóðavarna ofan Holtahverfis í Skutulsfirði en gerir við hana nokkrar athugasemdir. Eins og komið hefur fram í fréttum bb.is er fyrirhugað að reisa mikinn varnargarð ofan Stórholts og einnig varnarvirki í Bröttuhlíð. Framkvæmdirnar munu hafa gríðarlega áhrif á ásýnd svæðisins eins og komið hefur fram á myndum sem bb.is hefur birt. Nokkur skoðanaskipti hafa að undanförnu farið fram um fyrirhugaðar framkvæmdir og m.a. hafa ýmsar forsendur við hættumat það er liggur til grundvallar framkvæmdunum verið véfengdar. Í apríl sendi Ísafjarðarbær Skipulagsstofnun umrædda tillögu að matsáætlun og hefur hún síðan verið til umfjöllunar hjá stofnuninni. Tillagan var m.a. send til umsagnar nokkurra aðila og einnig gafst almenningi kostur á að senda inn athugasemdir við hana.

Skipulagsstofnun gerir nokkrar athugasemdir við tillögu bæjarins. Stofnunin vill að fram komi hvaða staðaráhætta eigi að nást í Holtahverfi með fyrirhuguðum framkvæmdum. Þá telur hún að fjalla þurfi í skýrslunni um aðra valkosti sem skoðaðir hafa verið og uppfylla markmið fyrirhugaðra framkvæmda. Þá telur stofnunin að í tillöguna vanti sérstakan kafla sem fjalli um landslag og sjónræn áhrif mannvirkjanna. Þar segir m.a.: „Val sjónarhorna þarf að taka mið af því að þær breytingar sem verða á ásýnd svæðisins með tilkomu mannvirkjanna komi sem gleggst fram bæði í nánd og fjarlægð. Í því sambandi þarf að sýna sjónræn áhrif varnargarðsins frá íbúðarbyggð sem er næst honum.“

Skipulagsstofnun leggur einnig áherslu á að í matsskýrslunni komi fram mat á áhrifum varnargarðsins á snjósöfnun í nágrenni hans, „þ.e. hvers konar breytingum megi búast við á snjósöfnun við þann hluta garðsins sem snýr að íbúðarbyggð, einkum í ljósi nálægðar hans við byggðina. Jafnframt þarf að fjalla um mögulegar mótvægisaðgerðir sem miða að því að draga úr aukinni snjósöfnun með tilkomu garðsins“, eins og segir orðrétt í bréfi stofnunarinnar.

Þar segir einnig: „Í ljósi nálægðar við íbúðabyggð telur Skipulagsstofnun mikilvægt að í matsskýrslu komi skýrt fram hvert verði umfang fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis og með hvaða hætti það verði afmarkað eða lokað. Jafnframt þarf að fjalla í matsskýrslu um þær aðgerðir og fyrirkomulag við framkvæmdir sem miða að því að lágmarka eins og kostur er ónæði á framkvæmdartíma, m.a. takmarkanir á lengd vinnutíma. Þá telur Skipulagsstofnun að í matsskýrslu þurfi í kafla um samfélagsleg áhrif að fjalla um jarðrask vegna framkvæmda við varnargarð á nærliggjandi lóðum og meta þurfi hugsanleg áhrif úrrennslis úr garðinum á lóðir.“

Einnig telur stofnunin að gera þurfi grein fyrir og leggja mat á það hlutverk fyrirhugaðra snjóflóðamannvirkja að koma í veg fyrir röskun á íbúa-, atvinnu- og samgöngumannvirkjum og að hve miklu leyti talið sé að fyrirhugaðar framkvæmdir stuðli að auknu öryggi íbúa.

Þá er að síðustu óskað eftir því að gerð verði grein fyrir kynningarfundi sem haldinn var um fyrirhugaðar framkvæmdir þann 18. maí og helstu atriðum sem voru til umræðu á þeim fundi og hvernig tekið hafi verið tillit til þeirra viðhorfa sem fram komu þar. Jafnframt þurfi að gera almennt grein fyrir afstöðu þeirra aðila sem tjáð hafa sig um fyrirhugaðar framkvæmdir.

Nú þegar Skipulagsstofnun hefur samþykkt matsáætlunina með áðurnefndum athugasemdum getur hafist hið eiginlega mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Þegar það mat liggur fyrir kemur málið aftur til kasta Skipulagsstofnunar sem þá leitar athugasemda við umhverfismatið áður en hún úrskurðar um það hvort heimilt verður að ráðast í framkvæmdirnar.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli