Frétt

mbl.is | 21.06.2005 | 08:07Gripið til aðgerða gegn hraðakstri með tugmilljóna framlagi

Umferðaeftirlit lögreglu á þjóðvegum verður stóreflt með samkomulagi sem Umferðarstofa og lögreglan munu undirrita í byrjun næstu viku. Mun Umferðarstofa leggja tugi milljóna króna til verkefnisins. Samkomulagið mun gilda til áramóta, og er reiknað með að eftirlitsbílum verði fjölgað strax í sumar, segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, segir það óskiljanlegt hversu mikið hafi verið um hraðakstur undanfarið þrátt fyrir að hörmuleg slys hafi átt sér stað í umferðinni. „Maður skilur þetta ekki og það er í raun grátlegt að fólk skuli ekki láta segjast. Fjölgun þeirra sem teknir hafa verið fyrir of hraðan akstur að undanförnu má að einhverju leyti rekja til aukinna aðgerða lögreglu en samt sem áður er þetta ótrúlegt. Þannig sest fólk upp í bílinn og velur um hraðann eða lífið í bókstaflegri merkingu,“ segir Óli.

Að sögn Óla virðist einhver hluti ökumanna ekki bregðast við öðru en aukinni löggæslu. „Það er leiðinlegt að segja það en sumir virðast ekki skilja annað og aukin löggæsla er því eini kosturinn í þeirri stöðu.“ Aðspurður segir Óli að tími sé til kominn að fólk fari að opna augun fyrir því vandamáli sem hraðakstur er. „Við erum svo fá og í rauninni ein stór fjölskylda hér á þessu landi þannig að þegar alvarleg slys ber að garði hefur það mikil áhrif. Ef fram heldur sem horfir í þessum málum verður hins vegar að fara að grípa til róttækra aðgerða. Þjóðarátak er stórt orð en það gæti þurft að grípa til þess í framtíðinni.“

Lögreglan á Blönduósi hefur löngum verið þekkt fyrir öflugt umferðareftirlit en að sögn Bjarna Stefánssonar, sýslumanns á Blönduósi, er slíkt eftirlit engin nýlunda þar á bæ.

„Lögreglan á Blönduósi hefur í langan tíma haft mikið eftirlit með umferðinni í sínu umdæmi og það virðist hafa gefið góða raun,“ segir Bjarni en hann telur að ökumenn dragi án efa úr hraðanum ef þeir vita að öflugt eftirlit er stundað. „Það getur verið erfitt að mæla árangurinn af slíku starfi en hér lítum við á það sem áfall fyrir okkar starf ef slys verður í umdæminu. Takmarkið er að halda niðri slysum með strangri gæslu.“

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli