Frétt

mbl.is | 14.06.2005 | 16:45Aubenas lýsti fimm mánaða dvöl sinni í kjallara í Írak

Florence Aubenas, blaðakonan sem mannræningjar í Írak létu lausa úr haldi um helgina, lýsti því á blaðamannafundi í dag hvernig hún var látin dúsa í litlum kjallara, í fimm mánuði. „Ég veit ekki enn þá hvers vegna ég var látin laus,“ sagði hún. Fimm mánuðir í kjallara eru „mjög lengi að líða en það tekur enga stund að segja frá þeim eftir á,“ sagði hún brosandi, en það var létt yfir henni og hún gerði oftsinnis grín á meðan hún sagði frá raunum sínum. Abenas, sem er 44 ára gömul og stríðsfréttaritari blaðsins Liberation, lýsti því hvernig fjórir vopnaðir menn tóku hana og leiðsögumann hennar, Hussein Hanoun al-Saadi, voru tekin höndum rétt fyrir myrkur í miðborg Bagdad eftir að hún hafði verið að taka viðtöl við fólk.

Ræningjarnir fóru með hana í heimahús þar sem hún var færð niður í átta fermetra kjallarann sem hún var látin dúsa í næstu fimm mánuði.

Henni var sagt að fara út fötunum og klæða sig í íþróttagalla sem á stóð Titanic. Hún segist ekki hafa heyrt nein hljóð í kjallaranum önnur en vatns sem lak úr pípum.

Hanoun var með henni í kjallaranum allan tímann en hún segist ekki hafa vitað af því lengi vel því þau voru bundin, bundið fyrir augu þeirra og þau máttu ekki tala.

Hún lá á dýnu allan tímann og gekk samtals 24 skref á hverjum degi, 12 skref í þau tvö skipti á dag sem hún fékk að fara á klósettið. Hún vildi ekki tala um þrjá rúmenska gísla sem voru látnir lausir nýlega og sögðust hafa verið í haldi með henni, og sagði að málið væri viðkvæmt.

Hrísgrjón og samlokur með harðsoðnum eggjum voru maturinn sem hún fékk. „Stundum hélt ég að þeir ætluðu að nota okkur sem víti til varnaðar fyrir kosningarnar, með því að skjóta okkur í höfuðið á Netinu,“ sagði hún og átti þar við írösku þingkosningarnar sem haldnar voru í janúar.

Í eitt skipti var hún yfirheyrð af litlum hópi fólks sem spurði hana um hin ýmsu pólitísku mál efni, eins og stríð Frakka í Alsír, fyrir áratugum síðan og veru bandaríska hersins í Írak. Þá lét að minnsta kosti einn þeirra í ljós furðu sína á því að dagblað sendi konu til Íraks til að fjalla um ástandið þar.

Þá bað hún fólkið á blaðamannafundinum afsökunar á að rödd sín væri rám því hún hefði nánast ekkert talað í fimm mánuði. Núna væri þetta að lagast því hún hefði talað nánast samfellt síðan hún var látin laus, og uppskar hún þá hlátur viðstaddra.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli