Frétt

mbl.is | 10.06.2005 | 08:29Breiðablik með fullt hús stiga

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Breiðablik bar sigurorð af Víkingi úr Ólafsvík, 3:0, og Víkingur úr Reykjavík lagði HK að velli, 1:0, að viðstöddum fjölda áhorfenda. Það var jafnræði lengstum í leik Víkings og HK, sem fram fór á Víkingsvelli. HK-liðið var þó öllu sterkara þegar á heildina er litið og verður að teljast nokkuð óheppið að hafa ekki náð að minnsta kosti einu stigi úr leiknum. Bæði lið fengu góð færi í fyrri hálfleik en leikmenn voru lánlausir uppi við mark andstæðinganna. Víkingar áttu síðan góðan kafla upp úr miðjum síðari hálfleik þar sem þeir náðu upp góðri pressu og á þessum kafla uppskáru þeir eina mark leiksins. Það gerði Elmar Dan Sigþórsson með glæsilegum skalla af stuttu færi á 73. mínútu, eftir fyrirgjöf Kára Einarssonar, sem var þá nýkominn inná sem varamaður. Eftir markið tóku leikmenn HK öll völd á vellinum og þeir fengu mjög góð færi á lokamínútunum til þess að jafna. Til að mynda átti Árni Thor Guðmundsson, skot af löngu færi sem markvörður Víkinga, Ingvar Kale, varði mjög naumlega, boltinn hrökk út í teiginn og í hönd eins leikmanns Víkings, en dómarinn dæmdi einhverra hluta vegna aðeins hornspyrnu. Í blálokin átti svo Gísli Freyr Ólafsson þrumuskot í innanverða stöngina á Víkingsmarkinu. Þar við sat og Víkingar því enn taplausir í deildinni og sitja í öðru sæti hennar en HK vermir það fimmta.

Breiðabliksmenn héldu sigurgöngu sinni áfram og þeir höluðu inn fimmta sigurinn í jafnmörgum leikjum með því að bera sigurorð af Víkingum frá Ólafsvík, 3:0. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Breiðabliks enda hafa Víkingar ekki riðið feitum hesti hingað til á Íslandsmótinu. Annað kom þó á daginn, því með afar skipulögðum varnarleik héldu þeir Breiðabliksmönnum í skefjum allt þangað til sex mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Olgeir Sigurgeirsson úr vítaspyrnu. Leikmaður Víkings, Aleksandar Linta, varði boltann með hendi á marklínunni og víti því dæmt og hann sendur af leikvelli. Einum fleiri skoruðu svo Blikarnir tvö mörk í blálokin. Þar voru að verki þeir Ellert Hreinsson og Ragnar H. Gunnarsson. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir leik, að Ólafsvíkingar hefðu látið sína menn hafa verulega fyrir sigrinum. "Þetta var hörkuleikur og þeir mættu til leiks rosalega baráttuglaðir og duglegir og spiluðu mjög agað - þetta var einfaldlega þrælerfitt. Við vorum heilt yfir vissulega sterkari aðilinn í leiknum og sköpuðum okkur talsvert af færum en vorum í vandræðum með að brjóta ísinn. Ég var nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá mínum mönnum, þeir voru þolinmóðir og sigurinn var sanngjarn. Þetta lítur vel út hjá okkur núna en ég er sannfærður um að við eigum helling inni og ætlum að sýna það í næstu leikjum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðablik

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli