Frétt

Fréttablaðið | 09.06.2005 | 08:11Loksins þrjú stig í húsi

Íslenska landsliðið í knattspyrnu bjargaði því sem bjargað varð eftir bagalega niðurstöðu gegn Ungverjum um helgina. Íslendingar skoruðu fjögur góð mörk gegn Maltverjum og juku sjálfstraustið aðeins fyrir lokasprettinn. Eftir að öll íslenska varnarlínan var þurrkuð út í leiknum gegn Ungverjum á laugardag var kominn nýr grunnur í íslenska liðið. Auðun Helgason var kallaður í landsliðið og settur í byrjunarliðið og var í vörninni ásamt Stefáni, Arnari Þór og Grétari sem allir voru á miðjunni gegn Ungverjum. Eftir fremur rólega byrjun þar sem íslenska liðið er einfaldlega að þreifa fyrir sér virðist vörnin eilítið óstyrk en henni vex ásmegin eftir því sem líður á leikinn. En þessar fyrstu 25 mínútur voru erfiðar.

Maltverjar pakka sex mönnum í vörn og aðrir þrír eru ekki langt undan. Og íslenska liðið virðist ráðþrota. Eini maðurinn sem virðist geta gert eitthvað er Eiður Smári Guðjohnsen sem reynir hvað hann getur að sækja boltann aftur og spila honum fram. Það gengur erfiðlega. En eftir fyrsta markið sem Gunnar Heiðar skorar eftir frábæra sendingu Tryggva virðist ísinn brotinn og restin kemur sjálfkrafa. Eiður skorar gott mark þar sem boltanum er fleytt í gegnum maltnesku vörnina og snertir aldrei jörðina fyrr en hann hefur sungið sitt lag í netmöskvanum.

Íslendingar voru þó heppnir að fá ekki á sig mark skömmu áður en þeir skora sitt fyrsta er hinn skjóti Mifsud kemst fram hjá Árna Gauti í markinu eftir langt úthlaup hans. Stefán Gíslason stendur vaktina á línunni og Árni Gautur er fljótur aftur. Undir lok hálfleiksins bjargar svo Auðun Helgason stórkostlega er George Mallia er við það að setja boltann í autt mark Íslendinga eftir góða fyrirgjöf Mifsud.

Síðari hálfleikur byrjar eins og sá fyrri. Rólegur og lítið að gerast. Þar til að Maltverjar skora að því er virðist fyrirvaralaust. Íslendingar vakna upp við vondan draum og hysja upp um sig brækurnar og klára leikinn. Eftir þriðja markið, sem Tryggvi Guðmundsson skorar eftir að hafa skotið tvisvar í tréverkið, er leiknum lokið. Íslendingar taka öll völd og eru óheppnir að skora aðeins eitt í viðbót.

Það var gaman að sjá „minni spámenn" fá sitt tækifæri í íslenska landsliðinu og voru það þeir sem héldu leik íslenska liðsins á floti allt til lokamínútunnar. Varamennirnir áttu mjög fína innkomu og Veigar Páll átti frábæran lokakafla í leiknum. Vörnin stóð fyrir sínu og ánægjulegt að sjá að það sé hægt að sjóða saman ágæta vörn með ekki lengri fyrirvara. Það hefði þó sjálfsagt horft öðruvísi við ef andstæðingurinn hefði verið sterkari.

Tryggvi átti frábæra innkomu í íslenska landsliðsins og naut sín til hins ítrasta. Það var unun að fylgjast með honum. En þegar öllu er á botninn hvolft anda allir eilítið léttar, þó sérstaklega landsliðsþjálfararnir og forráðamenn KSÍ. Þeim tókst að bjarga andliti íslenska boltans þó ekki sé nema um stundarsakir.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli