Frétt

bb.is | 08.06.2005 | 13:51Hugmyndir uppi um gjaldlítinn eða gjaldfrjálsan leikskóla í Súðavík í haust

Súðavík. Mynd: Mats Wibe Lund.
Súðavík. Mynd: Mats Wibe Lund.
Meðal hugmynda sem ræddar eru í stefnumótun í atvinnu- og byggðamálum í Súðavík er að leikskólagjöld þar verði lækkuð verulega eða jafnvel verði leikskólinn gjaldfrjáls, byggingarlóðir verði ókeypis og húsbyggendum verði gefinn kostur á byggingarframlagi frá sveitarfélaginu. Mótunin er nú til umræðu í sveitarstjórn en verður kynnt formlega í lok mánaðarins. Að undanförnu hefur farið fram mikil stefnumótunarvinna í Súðavíkurhreppi og er henni ætlað að efla sveitarfélagið á sem flestum sviðum. Liður í þeirri vinnu var íbúaþing sem haldið var fyrir rúmu ári síðan og hafa sveitarstjórnarmenn unnið úr hugmyndum sem fram komu á því þingi. Stefnumótunin hefur tekið á sig skýrari mynd á liðnum vikum og voru drög að skýrslu sem ber nafnið „Til móts við nýja tíma“ rædd á fundi sveitarstjórnar sem fram fór í síðustu viku.

Samkvæmt heimildum bb.is er í skýrslunni fyrst og fremst rætt um atvinnu- og byggðamál og stefnu í þeim málaflokkum til næstu fimm ára. Margt nýjunga er í skýrslunni samkvæmt heimildum bb.is. Meðal þess sem stefnt er að er að leikskólagjöld í sveitarfélaginu verði lækkuð verulega og jafnvel verði leikskóli gjaldfrjáls frá komandi hausti. Þá er rætt um að byggingalóðir verði húsbyggendum að kostnaðarlausu og sveitarfélagið greiði auk þess þeim er reisa hús í sveitarfélaginu ákveðið byggingarframlag.

Markmiðið með þessum aðgerðum mun vera að fjölga íbúum um 40 á næstu fimm árum.

Einnig eru viðraðar ýmsar hugmyndir í atvinnumálum og ein þeirra, bygging iðngarða á Langeyri, er nú að komast í framkvæmd.

Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík staðfesti að vinna við stefnumótun væri á lokastigi en vildi ekki tjá sig um innihald hennar. „Við munum kynna stefnumótunina með formlegum hætti síðar í þessum mánuði og fyrr en að því kemur er ekki tímabært að ræða einstakar hugmyndir“. Hann sagði ljóst að sveitarfélög væru í samkeppni um fólk og fyrirtæki og íbúar Súðavíkurhrepps ætluðu sér að taka fullan þátt í þeirri samkeppni.

Eins og fram kom í frétt bb.is fyrir skömmu er fjárhagsstaða Súðavíkurhrepps sterk. „Við munum nota þann styrk okkar sem og aðra styrkleika til þess að bæta mannlíf hér og gera fleirum kleift að njóta þess með okkur.“

Verði hugmyndir um verulega lækkun leikskólagjalda eða gjaldfrjálsan leikskóla að veruleika í Súðavík verður það mikil búbót fyrir barnafólk í sveitarfélaginu. Kostnaður við 8 tíma dvöl á dag er nú 24.540 krónur á mánuði með fæði. Þessar hugmyndir, verði þær að veruleika, munu einnig setja þrýsting á önnur sveitarfélög á svæðinu því nágrannar Súðavíkurhrepps, Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður hafa verið með hæstu sveitarfélögum á landinu í leikskólagjöldum. Í dag kostar 8 tíma leikskóladvöl í þessum sveitarfélögum rúmar 30 þúsund krónur á mánuði með fæði og hressingu.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli