Frétt

bb.is | 08.06.2005 | 11:24Herra, bjarga þú, vér förumst

Ísafjarðarkirkja.
Ísafjarðarkirkja.
Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði ræddi í predikun sinni í Ísafjarðarkirkju á sjómannadag um stöðu sjávarútvegsins og Vestfjarða. Predikunin hefur vakið töluverða athygli. Magnús sagði það vera kaldhæðni örlaganna að loksins þegar til væru tæki og tól til þess að leggja undir sig hafið og fullnýta auðlindir þá mætti það ekki því kvótinn væri búinn eða fyrirtækið fallítt. Hann sagði að þegar Vestfirðingar mættu mótlæti hringdu þeir ekki í þingmanninn heldur tækju þeir utan um hvorn annan og leituðu í bænina.

Í predikun sinni sagði hann m.a.: „Í guðspjallinu stóð: „Þá gjörði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. Þeir fara til, vekja Jesú og segja: Herra, bjarga þú, vér förumst.” Þessi texti var ritaður fyrir bráðum 2000 árum síðan. Í þá daga reru menn til fiskjar á litlum bátum og þegar vindur var hagstæður drógu menn upp segl. Þannig sóttu menn sjóinn gegnum aldirnar, – og gera enn, því að plastbátarnir og litlu handfærabátarnir, sem svo margir sækja á lífsbjörgina í sjóinn, eru ekkert stærri en báturinn, sem Jesús og lærisveinarnir voru á úti á vatninu. Og báturinn hans afa míns, Hermóður, var og er einnig sömu stærðar. En þó að menn sæki enn sjóinn á litlum nökkvum þá hefur annað breyst og það er tæknin. Í flesta báta eru komnar tölvur og alls kyns tól og tæki, sem einungis innvígðir kunna skil á. Og í mörgum bátum eru horfin stýrishjólin, trépinnahjólin, sem settu svo eftirminnilegan svip á stýrishúsin. Reyndar er það svo að þegar gengið er inn í brú á stóru togurunum þá er líkt og komið sé um borð í geimskip 21. aldarinnar. Tölvur standa í röðum. Það er ýtt á takka, myndir, gröf, línur og tölur flæða yfir skjáina og farkosturinn líður áfram. Þessi tæki eru áframhald af árinni, kompásnum, netinu og öðrum þeim verkfærum, sem við höfum fundið upp til að leggja undir okkur hafið og nýta okkur auðlindir þess til framfærslu.“

Séra Magnús vitnaði í nóbelsskálið og sagði: „Jón Hreggviðsson, bóndi á Kristsjörðinni Rein, sagði að vandi Íslendinga væri veiðafæraleysið. Og þetta var rétt. Hér fyrr á öldum þá synti fiskurinn í sjónum undan ströndinni en menn áttu hvorki báta né réttu veiðarfærin til að ná fiskinum. Nú höfum við hins vegar aflað okkur slíkra tækja. Skuttogarar nútímans eru öflugustu veiðitæki, sem heimurinn hefur hingað til augum litið. Það er kaldhæðni örlaganna að loksins þegar við höfum tækin og tólin til að leggja undir okkur hafið og fullnýta auðlindir þess þá getum við það ekki og megum það ekki. Bátarnir liggja bundnir við bryggju af því að fiskveiðikvótinn eða dagakvótinn er uppurinn eða fyrirtækið er fallítt. Já, enn þann dag í dag segja menn hér á Vestfjörðum þegar þeir biðja til Guðs: „Herra, bjarga þú, vér förumst.“

Magnús bar saman stöðu Vestfirðinga og skelfingu lostinna bátsverja og sagði: „Ég veit að margir geta sett sig í spor bátsverja sem skelfingu lostnir hrópuðu á hjálp þegar bylgjurnar risu og stormurinn hvein og bátskelin steypir stömpum í heljargreipum hafsins: „Herra, bjarga þú!“, hrópa þeir. Við þekkjum öll þá lamandi skelfingartilfinningu þegar okkur finnst sem grunnstoðir lífs og tilveru séu að bresta. Það er ekki bara á sjó, augliti til auglitis við heljarhramm hafsins, sem slíkt gerist. Nei, það gerist líka í hinum smáa hversdagsheimi, í þorpinu heima við fjörðinn, í húsinu mínu heima. Þegar öldurnar rísa hátt í þjóðlífinu og fólki finnst sem lífsöryggi þess sé ógnað, þegar hörmungafréttir berast, slys, áfall, auðnubrigði; hvert leitum við þá? Ég skal segja ykkur það. Við hringjum hvorki í þingmanninn né fjölmiðlana. Þá kumpána þarf ekki að hvetja og brýna. Þeir stíga á stokk af sjálfsdáðum og segja og skrifa margt. Orðagjálfur og loforð! Fréttir og svo eitthvað allt annað á morgun. Nei, þegar við Vestfirðingar mætum mótlæti í okkar lífi þá tökum við utan um hvert annað, og biðjum saman og fyrir hvert öðru. Þegar í nauðir rekur þá er það kærleikurinn, umhyggjan, bænin og trúin, sem blívur. Guðspjall sjómannadagsins fjallar um þetta. Guðspjallið er fagnaðarerindið um það að á bak við umhyggju vinarins og trúna sé innistæða, sem heldur. að er hið milda vald og líknandi máttur sem Jesús birti og boðaði. Í nauðum lífsins er það kærleikurinn og trúin sem hugga.“

Í lok predikunarinnar sagði séra Magnús: „Jesús sagði: „Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?“ Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og það varð stillilogn. Ef við stöndum saman, styðjum hvert annað af kærleika og treystum á forsjón Guðs þá mun að lokum létta til, storminum slota og það verða stillilogn.“

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli