Frétt

Jón Bjarnason | 07.06.2005 | 14:07Þeir sem borga stóriðjutollinn

Risavaxnar framkvæmdir á afmörkuðum stöðum á landinu keyra upp gengi krónunnar og skerða harkalega samkeppnisstöðu annarra atvinnugreina. Innflutningur á ódýru erlendu vinnuafli þrýstir niður launum og starfskjörum sem almennt launafólk á Íslandi hefur náð með áratuga baráttu. Hagnaðartölur banka, fjármálastofnana og einstakra manna í viðskiptaheiminum segja sína sögu um hvert þjóðarauðurinn fer.

Ætlar álæðið engan enda að taka?

Kárahnjúkavirkjun ætlar að reynast þjóðinni dýr. Orkan er seld til stóriðju á spottprís en almennir notendur látnir borga fórnarkostnaðinn. Fjárhagslegur ábati þjóðarinnar er talinn hverfandi því aðföng öll eru innflutt, virkjunin reist fyrir erlent lánsfé, rafmagnið selt á útsöluverði og meginþorri vinnuaflsins tímabundið erlent vinnuafl, sem fer með launin beint úr landi. Þeim fjölgar nú ört sem draga í efa að álversframkvæmdirnar á Austurlandi standi undir þeim væntingum sem heimamönnum var talin trú um.

Margur hugði að nú yrði látið staðar numið eða hægt á stóriðjunni uns sæist fyrir endann á Kárahnjúkavirkjun og Reyðaráli. Aðrar atvinnugreinar voru beðnar um að sýna biðlund og þreyja óhagstætt gengi, erlenda skuldasöfnun og innflutning á ódýru vinnuafli. Meira að segja brýnar vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og Norðurlandi voru skornar niður um milljarða króna og loforð svikin allt til að halda niðri þenslu meðan stóriðjuframkvæmdirnar fyrir austan gengju yfir.

Nú skulu Bílddælingar borga

Alveg fram á síðustu ár hefur Bíldudalur skipað mikilvægan sess í útgerð og fiskvinnslu hér á landi. Gjöful fiskimið, atorkusamir sjómenn og vinnufúsar hendur í landi áttu drjúgan hlut að því að gera okkur að einni ríkustu þjóð heims. Ef rétt væri á málum haldið og forgangsréttur byggðanna að auðlindum sínum virtur, eiga Bíldælingar allan rétt á að fara áfram með stóran hlut í öflun þjóðartekna. Í stefnu Vinstri grænna er þess krafist að íbúar sjávarbyggðanna eigi forgangsrétt að fiskimiðunum meðfram ströndum landsins.

Að leita fyllstu hagkvæmni í atvinnurekstri er sjálfsagt. En sú stefna sem krefst þess að heilu atvinnugreinunum sé "hagrætt í hel" er miskunnarlaus gagnvart fólkinu og stórskaðleg þjóðinni er til lengri tíma er litið.

Í viðtali á Bæjarins Besta 1. júní sl. segir Jens Valdimarsson framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Bílddælings: „Gengi krónunnar hefur styrkst mjög mikið að undanförnu vegna framkvæmda fyrir austan og það hefur veikt grundvöll fiskvinnslunnar. Það eru miklar væntingar til stóriðju og það fundum við á dögunum þegar umræðan hófst um hugsanlega stóriðju á Suðurnesjum. Þá styrktist gengi krónunnar að nýju og því er sjávarútvegurinn og fólkið í sjávarbyggðunum að greiða herkostnaðinn af virkjunum og stóriðju eystra“.

Fórnirnar halda áfram. Og nú er komið að íbúum Bíldudals að greiða stóriðjutollinn.

Ætla Sjálfstæðismenn endalaust að styðja álæði Framsóknar?

Hvar er nú umhyggja Sjálfstæðisflokksins fyrir einstaklingsframtakinu og fjölbreyttri flóru atvinnulífsins? Er það vilji þeirra að heilu atvinnugreinarnar leggist af og annar hver Íslendingur vinni í útlendum álverum? Er þjóðin reiðubúin að færa ótakmarkaðar fórnir á náttúruperlum, atvinnulífi og búsetu fólks fyrir álæði Framsóknarflokksins? Ég held ekki.

Sveitarstjórnir á Vestfjörðum, Norðurlandi og um allt land svo og verkalýðsfélögin og samtök atvinnulífsins, ekki síst ferðaþjónustunnar, eiga að styðja kröfu Vinstri grænna og krefjast þess að stjórnvöld fresti nú þegar öllum áformum um frekari uppbyggingu stóriðju og stórvirkjana en gefi öðru atvinnulífi svigrúm og efnahagslífinu tækifæri að ná stöðugleika að nýju.

Jón Bjarnason þingmaður VG í Norðvesturkjördæmibb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli