Frétt

Stakkur 24. tbl. 2005 | 15.06.2005 | 10:15Þjóðhátíðardagurinn 2005

Komandi föstudag halda Íslendingar þjóðhátíð, en 17. júní var valinn til að stofna lýðveldi á Þingvöllum 1944 á miklum rigningardegi fyrir 61 ári. Saga lýðveldisins er vörðuð átökum um afstöðu til erlendra ríkja, þátttöku í Atlantshafsbandalaginu, nýsköpun í atvinnulífi, gengisfellingum, stórkostlegum framförum, bættri heilsu fólks og hin síðari ár gerbreyttum atvinnuháttum með aukinni stóriðju og fjölgun fólks sem er af erlendu bergi brotið, en lagt hefur okkur lið við að byggja upp. Meiri stöðugleiki hefur ríkt í efnhagsmálum undanfarin einn og hálfan áratug en nokkru sinni fyrr. Ekki eru allir sáttir við það sem hefur gerst með aukinni stóriðju og fækkun starfa í sjávarútvegi. Samfélagið á Íslandi hefur verið breytingum undirorpið alla tíð, en þær hafa verið stórstígari síðustu ár, en alla jafna.

Margir velta því fyrir sér hverja þýðingu sá háttur að halda þjóðhátíðardag hefur í nútímasamfélagi, þar sem flestir hafa allt til alls. Hve góð er almenn þekking á sögu lands og þjóðar og hver eru áhrif þess að menning margra annarra þjóða hefur rutt sér til rúms svo sem raun ber vitni? Margir eru þeirrar skoðunar að okkur væri hollt að þekkja betur til sögunnar en almennt tíðkast. Hraði nútímalífs er svo ör, að of margir sjá sér ekki færi til þess að staldra við og hyggja að hvert stefnir. Ungt fólk hefur nú fleiri tækifæri til að undirbúa sig undir framtíðina en nokkru sinni fyrr. Enda fjölgar háskólamenntuðu fólki ört á Íslandi, þótt margir hverjir kjósi að leita til útlanda.

Okkur Íslendingum er brýnt, óháð rótum okkar og uppruna, að efla vitund um samfélagið og stuðla að því að veita öllum þegnum þjóðfélagsins færi á að njóta kosta og hæfileika sinna. Þjóðin er örsmá á mælikvarða jarðarbúa allra og samt hugsum við stórt og leggjum í víking til þess að kaupa upp fyrirtæki á erlendri grund. Ferð Forseta Íslands til Kína í fararbroddi forystumanna viðskiptalífsins er nýlunda á lýðveldistímanum.

Stjórnmál hafa og eru ef til vill að taka stórstígari breytingum en nokkurn tíma fyrr. Kastljósinu er beitt að því að örva efnhagslífið og vægi stjórnmálamanna verður ef til vill minna fyrir vikið. En þeirra hlutverk er einmitt að skapa rammann sem gefur kost á því að hjól efnahagsins snúist greiðlega. Jóni Sigurðssyn, sem fæddist 17. júní 1811, hugnaðist sennilega sá kraftur sem verslunarfrelsi, er nú heitir viðskiptafrelsi, hefur leyst úr læðingi. Það er einmitt dagurinn hans sem við höldum hátíðlegan vegna þess mikla starfs sem hann lagði í frelsisbaráttu sinnar smáu íslensku þjóðar.

Við megum hins vegar ekki gleyma einstaklingnum og velferð hans á Íslandi, en margs konar flóknar reglur, sem við ráðum engu um, hafa gert okkur lífið bæði einfaldara og flóknara. Við skulum hins vegar muna að það er einfalt að gleðjast og það gerum við á þjóðhátíðardegi.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli