Frétt

Stakkur 23. tbl. 2005 | 08.06.2005 | 10:07Málfrelsi og upplýsingaskylda

Einn helsti kostur í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi er ótvírætt málfrelsið. Það er ekki sjálfgefið að maður geti tjáð sig um hvað eina sem hugur hans kýs án þess að kalla yfir sig reiði eða önnur viðbrögð valdhafa. Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands kveður skýrt á um tjáningarfrelsi í 73. greininni. Þar segir: ,,Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.” Ennfremur segir: ,,Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.” Loks segir: ,,Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.”

Að auki hafa verið sett lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda nr. 50 árið 1996 til þess að tryggja enn frekar greiða og upplýsta umræðu og þau fjalla um almennan aðgang að upplýsingum og rétt manns til að fá upplýsingar um sjálfan sig. Hvers vegna eru þessar lakunnu reglur stjórnarskrár og laga raktar hér? Ástæðan er einföld. Það er vilji höfunda stjórnarskrár að frelsi til tjáningar og málfrelsis séu ekki settar skorður nema í neyð. Með sama hætti hefur Alþingi talið rétt að setja lög um skyldu sveitarfélaga, ríkis og annarra þeirra er annast stjórnsýslu til að veita upplýsingar í samræmi við það sem nánar er ákveðið í nefndum lögum.

Að undanförnu hefur verið fjallað um ársreikninga Ísafjarðarbæjar og reikninga Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Það er eðlilegt enda er um opinbera fjármuni að tefla og skylt að upplýsa skattgreiðendur og kjósendur um stöðu fjármála sveitarfélagsins. BB er sterkur prentmiðill á Vestfjörðum og kemur út vikulega. Þrátt fyrir það er ekki unnt að bera það saman við dagblöð eins og Morgunblaðið eða Fréttablaðið þegar að því kemur að verja tíma og fé til að rannsaka mál. Reyndar á ekki að þurfa að rannsaka sjálfsagðar upplýsingar sem hér um ræðir

Halldór Halldórsson bæjarstjóri viðhefur orð eins og þráhyggju um þá viðleitni blaðamanns að fá upplýsingar og skýringar í máli er varða allan almenning í Ísafjarðarbæ. Hann veltir þvi fyrir sér í þágu hvers hann starfi. Hann er frjáls að þessari skoðun og löngun til að fá svar við spurningum sínum, jafnt og blaðamaðurinn. En honum gleymist að bæjarstjóri er þjónn almennnings og sem slíkur í kastljósi fjölmiðla og ber að upplýsa þá er leita svara. Kjörnir fulltrúar almennings og embættismenn verða að skilja hlutverk sitt og þola gagnrýni. Svo einfalt er það.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli