Frétt

| 29.09.2001 | 11:43Næst á dagskrá á CNN

George W. Bush ávarpaði báðar deildir bandaríska þingsins á fimmtudagskvöldið og þurfti þrjátíu sinnum á jafnmörgum mínútum að gera hlé á máli sínu vegna tilfinningaþrunginna undirtekta. Boðskapur voldugasta manns í heimi var afdráttarlaus: "Hverju einasta stríðsvopni skal beitt!" Þau lönd sem enn hafa ekki lýst yfir skilyrðislausum stuðningi við yfirvofandi aðgerðir Bandaríkjamanna fengu þessa kveðju: "Annaðhvort fylgið þið okkur eða þið fylgið hryðjuverkamönnunum."
En hvert eigum við að fylgja litla kúrekanum með kjarnorkuvopnin? Hvenær og hvernig verður takmarkinu um "óendanlegt réttlæti" náð? Það veit enginn og áreiðanlega ekki Bush sjálfur. Hann er einsog Ahab skipstjóri, svo vitnað sé í snilldarlega grein Egils Helgasonar, "siglandi ringlaður af heift út um víða veröld, í leitinni að Moby Dick, dularfullri ófreskju sem teymir hann og skipshöfn hans æ lengra inn í heim algjörrar fjarstæðu."

Árásin á Bandaríkin var skipulögð og framkvæmd af fámennum hópi glæpamanna. Markmiðið var aðeins eitt: Að skapa hatur. Við vitum að maður sem lætur stjórnast af hatri er hættulegur umhverfi sínu. Þegar eina risaveldið er gegnsýrt af hatri er allur heimurinn í hættu.

Osama bin Laden mun fagna hverri bandarískri sprengju sem fellur í Afganistan. Glundroði í austri þjónar markmiðum hans fullkomlega. Eric Hobsbawn sagnfræðingur, höfundur stórvirkisins Öld öfganna, segir í merkilegu viðtali sem birtist á vef Eddu, að hryðjuverkamennirnir geri sér engar grillur um að þeir geti lagt bandaríska heimsveldið í rúst. Hobsbawn segir: "Hins vegar vita þeir að þeir geta grafið undan pólitísku ástandi sem er víðfeðmara og þegar nokkuð viðkvæmt. Ég er þeirrar skoðunar að raunverulegt markmið þeirra sé það að velta úr sessi hófsömum ríkisstjórnum við Persaflóann, fyrst og fremst stjórnum Sádí-Arabíu og arabísku furstadæmunum. Hryðjuverkamennirnir hafa myndað nokkurs konar skuggaráðuneyti sem er tilbúið að taka völdin á olíusvæðunum."

Osama bin Laden verður óhultur þótt Bandaríkjamenn ráðist á rústirnar sem kallaðar eru höfuðborg Afganistan. Slík árás gæti hinsvegar leitt til þess að að Talebanar ráðist á kjarnorkuveldið Pakistan. Nái trúarofstækismenn völdum af herforingjaklíkunni í Pakistan munu margir úr þeirra röðum krefjast heilags stríðs við kjarnorkuveldið Indland. Falli þær einræðisstjórnir í olíuríkjunum sem fylgja Bandaríkjunum er komin upp algjörlega ný staða, gjörbreytt heimsmynd. Það er alltof auðvelt að skrifa martröðina áfram: Átök milli norðus og suðurs, auðugra ríkja og snauðra -- og hentugt að kalla það trúarbragðastríð.

Auðvitað skiptir ekki nokkru máli hvað Íslendingum finnst. Bush ætlar að ná Osama bin Laden, dauðum eða lifandi. Við getum aðeins hallað okkur aftur í lazyboy og fylgst með óendanlegu réttlæti í beinni útsendingu -- þangað til rafmagnið fer af.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli