Frétt

| 29.09.2001 | 08:54Afmælisins minnst með hraðskákmóti

Þorvaldur Jónsson, læknir, skákfrömuður og skákmeistari á Ísafirði.
Þorvaldur Jónsson, læknir, skákfrömuður og skákmeistari á Ísafirði.
Hraðskákmót í minningu þess, að skipulegt skákstarf á Ísafirði spannar nú heila öld, verður háð í sal Menntaskólans á Ísafirði í dag, laugardag. Þar etja mönnum sínum bæði heimamenn og gestir, ýmist langt að komnir eða úr næstu sóknum. Enn má bæta við þátttakendum og allir eru velkomnir að fylgjast með. Frumkvæðið að þessu móti er komið frá brottfluttum velunnurum heimabyggðarinnar sem einnig eru sjálfir meðal keppenda. Einnig hafa hinir brottfluttu tekið saman ágrip af sögu skákiðkunar á Ísafirði síðustu hundrað árin, allt frá því að Taflfélag Ísafjarðar var stofnað á haustdögum árið 1901.
Þar koma fram atriði sem sýna, að saga skákarinnar á Ísafirði er ennþá merkilegri á landsvísu en ýmsa hefði líklega grunað. Hvaða sess á Þorvaldur læknir Jónsson í þeirri sögu? Vita menn að þrjár konur voru meðal stofnenda Taflfélags Ísafjarðar fyrir réttum hundrað árum? Hvernig gekk Hannesi Hafstein að eira við skákborðið? Hvað gerðist stórmerkilegt í skáklífinu á Ísafirði árið 1964? Þannig mætti lengi spyrja.

Hér fyrir neðan er birt samantekt af sögu skákar á Ísafirði í heila öld, sem séð hefur dagsins ljós fyrir áhuga og eljusemi þeirra (í stafrófsröð) Einars S. Einarssonar, Guðfinns R. Kjartanssonar og Matthíasar Kristinssonar.

Tengdar fréttir:
» BB 20.09.2001
Fjórir fyrrverandi forsetar meðal keppenda?
» BB 14.09.2001
Efnt til afmælismóts í mánaðarlokin

_____


SKÁK Á ÍSAFIRÐI Í HEILA ÖLD

– Taflfélag Ísafjarðar 100 ára –


Saga skipulagðrar skákstarfsemi á Ísafirði spannar um þessar mundir heila öld, eða allt aftur til ársins 1901, er Taflfélag Ísafjarðar var stofnað, að frumkvæði Þorvaldar Jónssonar læknis. En við Djúp, sem annars staðar á Íslandi, þreyttu menn skáktafl löngu fyrir þann tíma sér til dægrastyttingar, annað hvort „valdskák“ eða „hneftafl“, milli þess að bjóða óblíðum náttúruöflum birginn. Í þeim mörgu skákum, sem tefldar hafa verið á þessum slóðum á liðinni öld, hefur aldrei ríkt neitt Ísafjarðarlogn, heldur þvert á móti geisað skákstormar, þegar fast var att kappi á hvítum reitum og svörtum. Af ýmsum ytri ástæðum, heimsstríðum og aðstöðuleysi, og eins af því að skákáhugi gengur iðulega í bylgjum, hefur starfsemi félagsins ekki verið alveg samfelld. Engu að síður telst Taflfélag Ísafjarðar til elstu taflfélaga á Íslandi og hefur það, eins og önnur félög, átt þátt í að glæða og bæta menningarlífið.


„Síðan ég kom hingað fyrir nálega 37 árum hefur áhugi fyrir skák talsvert glæðst á Vestfjörðum, eins og víðar á landinu, og hinar nú almennt gildandi útlendu skákreglur eru víðast hvar á landinu búnar að útrýma hinni íslenzku „valdskák“ og öðrum gömlum skákkreddum. En okkur vantar heppilega kennslubók í skák og skákdálk í einhverju vikublaðinu, til þess að áhuginn á þessu „nóbla“ spili verði almennari.“

„Hér í bænum koma nú nokkrir skákmenn saman einu sinni í viku til að tefla, og vona ég, að það verði byrjun til skákklúbbs, auðvitað „en miniature“, þar sem bæjarbúar eru alls ekki nema 1000.“


Hér er vitnað í tvö bréf Þorvaldar Jónssonar, læknis á Ísafirði, til Willards Fiske, þess manns, sem íslenskir skákunnendur eiga hvað mest að þakka. Er fyrra bréfið dagsett 12. júní árið 1900 og hið síðara 9. nóvember sama ár og birtust hlutar úr þeim í skáktímaritinu „Í uppnámi“ á einmánuði 1901. Má leiða líkur að því, að fyrra bréfið hafi orðið til þess, að Fiske hóf útgáfu þessa merka íslenska skáktímarits tæpu ári síðar.

Willard Fiske var Ameríkumaður, en hafði snemma mikinn áhuga á íslenskum fræðum og raunar öllu því, sem íslenskt var. Dvaldi hann mörg ár hér á landi við að rannsaka sögu skáktaflsins á Íslandi og gaf síðan út um þær rannsóknir bókina „Chess in Iceland“, sem er mikið rit og varð það til að vekja athygli útlendinga á skák Íslendinga. Frá því í lok marsmánaðar 1900 vann hann í nærri þrjú ár stöðugt að því að útbreiða og vekja áhuga Íslendinga á skák. Voru fyrir hans tilstuðlan stofnuð skákfélög víða um landið og gaf Fiske þeim öllum töfl og skákbækur. Landsbókasafninu í Reykjavík gaf hann heilt skákbókasafn, eitt hið fullkomnasta, sem þá var til. Á hvert heimili í Grímsey sendi hann

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli