Frétt

bb.is | 02.06.2005 | 09:52Rannveig Þorvaldsdóttir kennari við GÍ fékk Íslensku menntaverðlaunin

Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Rannveig Þorvaldsdóttir, kennari við Grunnskólann á Ísafirði var á meðal verðlaunahafa er Íslensku menntaverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í gærkvöldi. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem veitti verðlaunin eftirfarandi flokkum: 1. Skólum sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. 2. Kennurum sem skilað hafa merki ævistarfi eða á annan hátt skarað framúr. 3. Ungu fólki sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt. 4. Höfundum námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi. Rannveig fékk verðlaunin í flokki 3.

Í umsögn um Rannveigu segir m.a.: „Rannveig Þorvaldsdóttir útskrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands vorið 1997. Fyrstu tvö árin kenndi hún við Langholtsskóla í Reykjavík en hefur síðan kennt við Grunnskólann á Ísafirði. Hún gengur að hverju nýju verkefni með opnum huga og hefur náð einstaklega góðum tengslum við nemendur sína og samstarfsfólk. Hún kemur fram við nemendur sína af virðingu og ljúfmennsku og tekst þannig að skapa í bekknum sínum hvetjandi námsumhverfi þar sem hver einstaklingur nýtur námsins og vinnur eftir bestu getu. Rannveig hefur lagt kapp á að vinna samkvæmt hugmyndinni um „skóla án aðgreiningar.“ þar sem í sama bekknum er fjölbreyttur nemendahópur sem býr yfir mismunandi getu og þroska. Rannveig sækist eftir að vinna með nemendahópum sem samanstanda af ólíkum einstaklingum, þ.á.m. einstaklingum sem hafa ýmiss konar sérþarfir. Þessar sérþarfir, sem oft kalla á sérstök vinnubrögð, mikið skipulag og aukinn tíma, eru sem áskorun í hennar huga enda nær hún góðum árangri í vinnu með nemendum.

Rannveig býr yfir þeim mikilvæga kosti góðs kennara að skorast ekki undan verkefnum heldur sýna frumkvæði og áræðni í starfi. Hún tekst á hendur krefjandi og ögrandi verkefni og tekst vel að leysa þau farsællega.Til að styrkja sig enn betur faglega í starfi hefur hún hafið nám í sérkennslu í Kennaraháskóla Íslands samhliða starfi sínu. Rannveig Þorvaldsdóttir er fulltrúi hinna fjölmörgu, ungu kennara sem í upphafi starfsferlis síns hafa sýnt hve mikils virði traust menntun, jákvætt hugarfar og einlægur áhugi á starfinu er.“

Aðrir verðlaunahafar voru Grundaskóli á Akranesi í flokki 1. Kári Arnórsson, fyrrverandi skólastjóri Fossvogsskóla í flokki 2 og Sigríður Björnsdóttir höfundur námsvefsins „Tónlist í tímans rás“ í flokki 4.

bb@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli