Frétt

bb.is | 02.06.2005 | 07:00Miðfell ehf. leitar staðfestingar nauðasamninga

Rækjuverksmiðja Miðfells ehf. við Sindragötu.
Rækjuverksmiðja Miðfells ehf. við Sindragötu.
Rækjuverksmiðjan Miðfell ehf. hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Vestfjarða að staðfestur verði nauðasamningur félagsins sem félaginu var veitt heimild til að leita þann 30. mars. Í auglýsingu frá Héraðsdómi Vestfjarða í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að samkvæmt skýrslu umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum Miðfells ehf. hafi samningsfrumvarpið verið samþykkt af 94,44% atkvæðismanna sem fóru með 98,39% atkvæðiskrafna. Samkvæmt frumvarpinu voru lánadrottnum boðin 30% af samningskröfum og allar kröfur undir 50 þúsund krónum verða greiddar að fullu. Greiðslan verður innt af hendi í einu lagi með peningum innan fjögurra vikna frá því að nauðasamningur hefur verið staðfestur endanlega fyrir dómi. Einnig geta kröfuhafar valið að eignast hlutafé í Miðfelli fyrir sömu fjárhæð að nafnverði og krafa þeirra.

Í úrskurði héraðsdóms þann 30. mars kom fram að fasteignaveðkröfur félagsins séu áætlaðar um 160 milljónir króna, afurðalán félagsins séu um 350 milljónir króna og skammtímaskuldir um 100 milljónir króna. Helsta eign fyrirtækisins er fasteignin að Sindragötu 1 ásamt vélum, tækjum og búnaði til framleiðslunnar og hráefni og afurðum á hverjum tíma. Þá kemur fram í úrskurði héraðsdóms að félagið hafi fengið loforð fyrir 110 milljóna króna nýju láni sem bundið er ákveðnum skilyrðum. Með því hyggst félagið greiða forgangskröfur og nánar greindar veðkröfur. Að því loknu standi eftir 28,6 milljónir króna sem varið verði til greiðslu samningskrafna og kostnaðar af nauðasamningi. Þá kemur fram að samningsmenn eru 65 samkvæmt lista yfir kröfuhafa. Félagið kveðst samkvæmt þessu ætla að fjármagna nauðasamninginn alfarið með nýju lánsfé og umbreytingu krafna í hlutafé.

Takist nauðasamningar telur félagið að eftir standi skuldir áhvílandi á fasteignum, vélum og tækjum að fjárhæð 200 milljónir króna, sem verði afborgunarlausar á þessu ári, og afurðalán sem afurðir ásamt kröfum vegna þeirra eigi að geta staðið undir. Rekstur félagsins er talinn geta staðið undir slíkum efnahag, en þá sé gert ráð fyrir að gengi gjaldmiðla þróist á hagstæðan hátt. Auk þess verði leitað eftir meiru hlutafé til að tryggja reksturinn frekar.

Beiðni Miðfells um staðfestingu á nauðasamningi verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 6. júní.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli