Frétt

Leiðari 22. tbl. 2005 | 01.06.2005 | 13:20Væntumþykja

,,Síðastliðið sumar varð einn af mörgum skrúðgörðum Ísfirðinga, Austurvöllur, 50 ára. Ísafjörður er líklega það bæjarfélag sem á flesta af elstu og merkilegustu skrúðgörðum landsins. Þar er fyrstan að nefna Skrúð á Núpi í Dýrafirði frá 1909, Jónsgarð á Ísafirði frá 1923, Simsonsgarð frá árunum 1920 – 1930 og svo Austurvöll frá 1954.“

Satt best að segja skal það dregið í efa að heimamenn hafi almennt verið meðvitaðir um vægi framangreindra skrúðgarða, sem Samson B. Harðarson, landslagsarkitekt FÍLA, tilgreinir í grein sinni á bb.is fyrir skömmu, í skrúðgarðaflóru landsmanna. Samson gerir Austurvöllinn sérstaklega að umtalsefni og segir m.a.: ,,Efalaust kann mörgum að þykja fátt um þennan garð, en ég vil benda á að Austurvöllur á Ísafirði ásamt Hallargarðinum í Reykjavík eru tveir heilstæðustu og upprunalegustu nútíma- (móderníski) skrúðgarðar sem við Íslendingar eigum.“ Og hann lýkur greininni með þessum orðum: ,,Það væri mikið menningarslys ef þessi best varðveitti móderníski almenningsgarður landsins eyðilegðist og hvet ég Ísfirðinga eindregið til að hefja Austurvöll til vegs og virðingar sem aðlaðandi miðbæjargarð fyrir gesti og gangandi.“

Undir þessi orð Samsons B. Harðarsonar er hægt að taka. Austurvöllur annars vegar og Silfurtorg hins vegar geta verið segull miðbæjarins. Silfurtorgið er það. Austurvöllur ekki, eins og hann er í dag. Af grein Ásthildar Cesil Þórðardóttur, garðyrkjustjóra, á bb.is, 27. maí s.l. er ljóst, að áhugi bæjaryfirvalda á þessum ,,best varðveitta móderníska almenningsgarði landsins“ hefur árum saman verið í lægri kantinum. Að viðbættri slæmri umgengni og almennu áhugaleysi er því vart við miklu að búast. Lionsmenn lögðu á sínum tíma mikla vinnu og fjármuni í að koma upp gosbrunni í garðinum. Hans naut ekki lengi við.

Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfræðingur frá Ísafirði, hefur jafnan heimilað BB og H-prenti við útgáfu ferðaþjónustublaðsins, að nota myndir hans án þess að vilja taka krónu fyrir. Væntumþykjan til æskuslóðanna, sem opinberast í liðsinni Hjálmars við að kynna fegurð þeirra með fögrum og listrænum myndum, verður aldrei þökkuð sem skyldi. En hún er öllum Ísfirðingum til eftirbreytni, hvar sem náttstaður þeirra kann að vera.

Ef við meinum eitthvað með því að við viljum laða ferðamenn hingað, verðum við að sýna í verki að okkur þyki vænt um bæinn okkar. Að við berum virðingu fyrir því sem gert er til að fegra hann og bæta. Ef við lifum ekki í sátt við umhverfið, sýnum því ekki væntumþykju og virðingu er til lítils að guma af sögu og hampa stórmennum fyrri tíma.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli