Frétt

mbl.is | 01.06.2005 | 11:24Fyrrum aðstoðarmenn Nixons gagnrýna Mark Felt

Fyrrum aðstoðarmenn Richards Nixons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, gagnrýndu í dag Mark Felt, fyrrum aðstoðarforstjóra bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) og sögðu hann hafa framið trúnaðarbrot með því að leka upplýsingum til fjölmiðla. Felt, sem er 91 árs, upplýsti í gær að hann hefði verið heimildarmaðurinn „Deep Throat" sem veitti blaðamönnum Washington Post mikilvægar upplýsingar í Watergatemálinu. Málið leiddi til þess að Nixon neyddist til að segja af sér embætti árið 1974. G. Gordon Liddy, sem skipulagði innbrotið í skrifstofur Demókrataflokksins í Watergatebyggingunni í Washington árið 1972 og afplánaði 4½ árs fangelsisdóm, sagði að Felt hefði brotið siðareglur bandarísku löggæslunnar.

„Ef hann bjó yfir upplýsingum um lögbrot þá var honum skylt að leggja þær fyrir rannsóknarkviðdóm og tryggja að ákæra yrði gefin út en ekki leka þeim til einnar fréttaveitu," sagði Liddy við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. Liddy er nú vinsæll útvarpsþáttastjórnandi.

„Deep Throat" sem nefndur var eftir vinsælli klámkvikmynd á þessum tíma, aðstoðaði þá Bob Woodward og Carl Bernstein, blaðamenn Washington Post, við að tengja innbrotið í Watergatebygginguna við Hvíta húsið og nefnd sem vann að endurkjöri Nixons. Tilgangurinn með innbrotinu var að koma fyrir hlerunarbúnaði í skrifstofum kosninganefndar Demókrataflokksins. Fjörutíu aðstoðarmenn Nixons voru ákærðir í tengslum við málið.

Leonard Garment, lagalegur ráðgjafi Nixons á árunum 1969 til 1973, sagðist telja að Felt hefði haldið hlutverki sínu í Watergatemálinu leyndu í 31 ár vegna þss að hann hefði talið að gerðir hans hafi verið vafasamar.

Garment sagði að málið snérist um það hvenær starfsmenn stjórnvalda, sem hefðu undir höndum leynilegar trúnaðarupplýsingar, teldu sig knúna til að gerast uppljóstrarar og brjóta þannig trúnaðareiða sína.

Chuck Colson, yfirmaður samskiptamála Hvíta hússins árið 1972, sagði að Felt hefði getað komið í veg fyrir djúpa pólitíska kreppu í Bandaríkjunum hefði hann komið upplýsingum sínum á framfæri á viðeigandi stöðum.

„Mark Felt hefði getað komið í veg fyrir Watergate," sagði Colson, sem sat um tíma í fangelsi en er nú sjónvarpspredikari. „Hann var í þannig stöðu og bjó yfir þannig upplýsingum. En þess í stað gróf hann beinlínis undan stjórnvöldum."

Pat Buchanan, fyrrum ræðuritari Nixons, sagði á sjónvarpsstöðinni MSNBC að Felt væri svikari. En David Gergen, sem einnig var aðstoðarmaður Nixons um tíma og af sumum talinn hafa verið „Deep Throat" sagði að sér væri létt að liggja ekki lengur undir þeim grun.

Helstu dagblöð Bandaríkjanna hrósa Felt í dag og segja að hann sé dæmi um það hvernig nafnlausir heimildarmenn geti flett ofan af því þegar stjórnvöld misbeita valdi sínu.

„Hefði Felt þagað hefði Nixon hugsanlega komist upp með einhverja alvarlegustu misnotkun á valdi, sem nokkur forseti hefur reynt," segir Washington Post.

The New York Times veltir því fyrir sér hvort Watergatemálið hefði verið upplýst hefði það komið upp nú á tímum... „þegar hart er sótt að rétti blaðamanna til að vernda heimildarmenn."

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli