Frétt

bb.is | 01.06.2005 | 11:07Þrjár tilnefningar til foreldraverðlauna frá norðanverðum Vestfjörðum

Fjölskyldugarðurinn Raggagarður í Súðavík var eitt þeirra verkefna sem hlaut tilnefningu til foreldraverðalauna Heimilis og skóla. Mynd: raggagardur.it.is.
Fjölskyldugarðurinn Raggagarður í Súðavík var eitt þeirra verkefna sem hlaut tilnefningu til foreldraverðalauna Heimilis og skóla. Mynd: raggagardur.it.is.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2005 voru veitt í tíunda sinn fyrir skemmstu en þrjú verkefni frá norðanverðum Vestfjörðum voru tilnefnd til verðlaunanna. Tilnefningarnar voru fyrir fjölskyldugarðinn Raggagarð í Súðavík, pistla og gullkorn á heimasíðu Grunnskólans á Ísafirði og gönguverkefnið „Upp á tindinn“ sem Grunnskólinn á Ísafirði stóð fyrir. Vá Vesthópurinn tilnefndi verkefnin en ekkert þeirra hlaut verðlaun í ár. Foreldraverðlaunin hlaut séra Bjarni Karlsson sóknarprestur í Laugarnessókn fyrir störf hans í þágu barna, foreldra og skóla í Laugarneshverfi. Einnig voru veitt þrenn hvatningarverðlaun og dugnaðarforkaverðlaun. Þess má geta að Vá Vesthópurinn hlaut hvatningaverðlaun Heimilis og skóla á síðasta ári. Tilnefningarnar fylgja hér fyrir neðan í heild sinni:

Fjölskyldugarðurinn „Raggagarður“ í Súðavík

Vá Vesthópurinn tilnefnir Vilborgu Arnarsdóttur frumkvöðul að gerð og opnun fjölskyldugarðsins „Raggagarður“ í Súðavík. Hugmyndafræðin á bak við garðinn fellur mjög vel að markmiðum hópsins sem og annara sem vinna að forvörnum. Hugmyndin er að hvetja foreldra til að vera meira með börnum sínum og njóta lífsins saman í góðu og vinveittu umhverfi eins og segir á heimasíðu garðsins. Markmiðið með Fjölskyldugarðinum er að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir fjölskyldur á norðanverðum Vestfjörðum. Nauðsynlegt er að hlúa að fjölskyldum á svæðinu, efla útiveru og hreyfingu, og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna.

Pistlar og gullkorn á heimasíðu – Grunnskólinn á Ísafirði

Verkefnið er sífelluverk sem er alltaf í gangi. Á heimasíðunni birtast mjög góðir pistlar sem eru ætlaðir foreldrum sem öðrum. Pistlarnir varða ýmis mikilvæg atriði svo sem uppeldi, aga, aðstoð við heimanám og margt fleira. Einn pistillinn sem birtist á heimasíðunni árið 2003 hratt af stað mikilvægri umræðu í þjóðfélaginu um markaðssetningu innan grunnskólanna. Pistlarnir hafa vakið athygli þeirra sem fara inn á heimasíðu skólans en þeir eiga sannarlega erindi víðar. Auk pistlanna birtast á heimasíðunni gullkorn, nokkurs konar ábending til foreldra. Ný og ný gullkorn birtast reglulega en þau eru tekin upp úr bókinni „Lengi muna börnin“ eftir sálfræðingana Sæmund Hafsteinsson og Jóhann Inga Gunnarsson.

„Upp á tindinn“ – Grunnskólinn á Ísafirði

Grunnskólinn á Ísafirði er tilnefndur fyrir að standa fyrir skemmtilegu verkefni er ber heitið „Upp á tindinn“. Um er að ræða árlegt verkefni sem hefur margþætt áhrif. Það eflir liðsheild innan árganga skólans, kennara þeirra og foreldra. Þá eykur verkefnið vitund og virðingu nemenda fyrir þeim náttúruperlum sem eru á Vestfjörðum. Verkefnið kemur einnig inn á heilsueflingu. Kennarar skipuleggja í upphafi hvers skólaárs gönguferð sem er farin með hverjum árgangi skólans. Foreldrar eru hvattir til að koma með í gönguferðina og hafa margir sýnt þessu verkefni áhuga og fylgt hópnum. Gönguleiðirnar eru skipulagðar m.t.t. þeirra árganga sem um ræðir. Þannig ganga yngstu nemendurnir styttri vegalengdir, upp lág fjöll, næsti árgangur gengur lengra og hærra og síðan koll af kolli. Elstu nemendurnir, í 10. bekk, hafa þannig gengið á ein 10 fjöll þegar skóla lýkur.

thelma@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli