Frétt

| 28.09.2001 | 14:01Margir héldu að búið væri að skrifa um flest sem gerðist „í gamla daga“ ...

Á myndinni á forsíðu 9. heftis eru Guðberg Kristján Gunnarsson, bóndi í Miðbæ í Haukadal í Dýrafirði, og dóttir hans, Brynhildur Elín, á leið að spretta úr spori á færleikum sínum.
Á myndinni á forsíðu 9. heftis eru Guðberg Kristján Gunnarsson, bóndi í Miðbæ í Haukadal í Dýrafirði, og dóttir hans, Brynhildur Elín, á leið að spretta úr spori á færleikum sínum.
Út er komið 9. heftið í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan, sem fjallar um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi. Meðal efnis í þessu hefti er Þetta er bara bóla, þar sem fjallað er um Fiskiðju Dýrafjarðar hf. á Þingeyri og þá sérstæðu persónuleika sem þar unnu. Þáttur er um dýrfirska kraftamennið Guðmund Justsson, sem talinn var sterkasti maður á Vestfjörðum á sinni tíð. Sagt er frá fræðimanninum og barnakennaranum Ingivaldi Nikulássyni á Bíldudal og birtur fyrsti hlutinn úr ritgerð hans, Frá liðnum tímum á Bíldudal og Arnarfirði, og kennir þar ýmissa grasa.
Vestfirskar sagnir fyrr og nú eru á sínum stað í heftinu. Þá má nefna Jónínusögur, gamansögur af Jónínu frá Gemlufalli, sem fyrst íslenskra kvenna tók meirapróf. Fjöldi ljósmynda eru í þessu hefti sem hinum fyrri og margir höfundar leggja hönd að verki sem áður.

Útgefandi ritraðarinnar er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri og ritstjóri er Hallgrímur Sveinsson. Bókin fæst í verslunum um allt land og hjá forlaginu og kostar 1.500 krónur.

Í inngangi segir Hallgrímur Sveinsson ritstjóri og útgefandi:

Merkilegt er hvernig hlutirnir þróast stundum. Svo er til dæmis um Vestfirska forlagið. Það átti aldrei að verða annað en nafnið í kringum handbókina um Jón forseta. En nú er svo komið að það stefnir í að verða að „alvöru“ fyrirtæki. Að vísu er þar aðeins starfandi einn maður eins og er og það á hlaupum. En það sem gert hefur að verkum að þetta litla skúffufyrirtæki hefur vaxið og dafnað eru hinir fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóginn með skrifum sínum. Og svo eru það að sjálfsögðu lesendurnir. Þeim fer fjölgandi ár frá ári og eru auðvitað grundvöllurinn undir svona bókaútgáfu. Þakklæti þeirra sem njóta þessara skrifa gefur okkur byr í seglin og veitir okkur kjark til að reyna að standa okkur, en áfram munum við halda þeim góða sið að taka bara eitt skref í einu og forðast að reisa okkur hurðarás um öxl.

Í bréfi til okkar frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, segir m.a. svo:

„Alúð þín við sögu fólks við Dýrafjörð og víðar á Vestfjörðum er mikil og merk. Við sem unnum þessum slóðum erum full þakklætis og virðingar.“

Margir héldu að búið væri að skrifa um flest sem gerðist „í gamla daga“ hér fyrir vestan. En það er nú eitthvað annað. Sífellt berast handrit til Vestfirska forlagsins af ýmsu tagi til yfirlesturs og gamlar myndir, sumar ómetanlegar, af lífinu hér vestra á ýmsum tímum. Fyrir það skal enn fært fram þakklæti til viðkomandi og fólk hvatt til að láta ekki deigan síga í þeim efnum.

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli