Frétt

bb.is | 31.05.2005 | 08:18Tveir miðaldra karlmenn hjólandi frá Reykjavík til Ísafjarðar

Svenni hjólreiðakappi á sjó á Ísafjarðardjúpi fyrir nokkrum árum.
Svenni hjólreiðakappi á sjó á Ísafjarðardjúpi fyrir nokkrum árum.
Klukkan 9 á föstudagmorgun lögðu af stað frá Reykjavík áleiðis til Ísafjarðar þeir Sveinn Guðmundsson og Guðbjartur Sturluson. Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema fyrir það að þeir ferðast á reiðhjólum og annar þeirra er ofarlega á sextugsaldrinum og hinn kominn yfir sextugt. Hugmyndin að þessu ferðalagi drengjanna kviknaði í haust og frá áramótum hafa þeir æft í laumi á hjólum sínum. Hafa þeir æft tvisvar-þrisvar í viku 25-40 kílómetra í hvert skipti. Sögðu þeir félagar að fyrst að ekki hefði þurft að skipta út liðum eða limum á þeim eftir þær æfingar þá ættu þeir að geta bætt ferðinni vestur á líkamann.

Leið þeirra mun liggja um Bröttubrekku, Dalina, Þorskafjarðarheiði og Djúpið. Þeir áætla að ferðalagið taki um átta daga. Að ferðinni vestur lokinni munu hinir hraustu ofurhugar fljúga suður. Báðir eru kapparnir Vestfirðingar. Guðbjartur er Önfirðingur en Sveinn er Ísfirðingur af Góustaðakyni. Um hádegisbil í gær voru þeir í Sælingsdal þar sem eflaust hefur verið notalegt að skola af sér ferðarykið.

Það sem helst er að angra þá á leiðinni er virðingarleysi ökumanna vélknúinna farartækja. Um það segir svo á síðu þeirra: „Gífurleg umferð er og hefur maður það á tilfinningunni að ökumenn virði rollur meira en hjólareiðamenn. Aksturslagið er þannig. Maður hendist til í frákastinu frá bílunum og sveiflast svo inn á veginn í soginu fyrir aftan bílinn. Við erum þess vegna eins og dauðadrukknir á hjólunum þegar stórir bílar æða framhjá stundum í innan við eins metra fjarlægð. Við höfum þess vegna langt bil á milli okkar svo það verði bara annar okkar sem verður keyrður niður. En við erum bjartsýnir og stoppuðum hjá sláturhúsinu við afleggjarann í Hvalfjörðinn og fengum okkur að borða og smá lúr á eftir í góða veðrinu".

Hjólasíða Sveins og Guðbjartar.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli