Frétt

| 27.09.2001 | 16:59Samþykkt með atkvæðum meirihlutans að taka breyttu tilboði ríkisins

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Á aukafundi síðdegis í dag samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar með fimm atkvæðum meirihlutans (D- og B-lista) gegn fjórum atkvæðum minnihlutans (K-lista) að taka breyttu tilboði ríkisins í hlut Ísafjarðarbæjar í Orkubúi Vestfjarða hf.. Söluverðið er kr. 1.430.600 (einn milljarður fjögur hundruð og þrjátíu milljónir og sex hundruð þúsund krónur). Tilboðið er samþykkt með fyrirvara um leiðréttingu á útreikningi á vanskilalið sem talinn er rangt reiknaður af hálfu ríkisins og einnig með þeim fyrirvara að útfærsla einstakra liða verði gerð í nánu samstarfi við bæjarstjórn. Síðan verði endanlegur samningur lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Felld var tillaga fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að hafna tilboðinu vegna óaðgengilegra skilyrða sem í því felist. Eftir að málið hafði verið afgreitt létu fulltrúar K-lista bóka að þeir harmi niðurstöðuna, „þar sem meirihluti íhalds og framsóknar notar meirihlutavald sitt í þessu mikilvæga máli til að ganga að afarkostum ríkisins“.

Til þessa aukafundar var boðað vegna eins máls: Tilboðs ríkisins í hlut Ísafjarðarbæjar í Orkubúi Vestfjarða hf. með áorðnum breytingum. Frestur til að svara tilboðinu svo breyttu var settur til kl. 16 á morgun.

Forseti bæjarstjórnar, Guðni G. Jóhannesson, lagði fram svohljóðandi tillögu og greinargerð:

Tillaga forseta

Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði fjármála- og iðnaðarráðuneyta dags. 23. ágúst 2001 með áorðnum breytingum í viðaukatilboði dags. 21. september 2001 í hlut Ísafjarðarbæjar í Orkubúi Vestfjarða. Tilboðið hljóðar upp á kaupverð kr. 1.430.600.000. Tilboðið er í fjórum liðum og eru fjárhæðir þeirra liða samþykktar með þeim fyrirvara að endurreikna þarf vanskilalið tilboðsins sem er rangt reiknaður af hálfu ríkisvaldsins. Einnig að útfærsla skv. öðrum liðum verði í nánu samstarfi við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Endanlegur kaupsamningur verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fara nú þegar í endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins og koma fram með tillögur áður en endanlegur kaupsamningur verður lagður fyrir.

Greinargerð

Umræða um sölu á eignarhluta vestfirskra sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða hefur staðið um nokkra hríð. Verðtilboð ríkisins var fyrst kynnt eftir ríkisstjórnarfund sem haldinn var 10. október 2000. Þar kom fram að heildarverð OV væri kr. 4.600.000.000 og að ríkið væri tilbúið að kaupa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og væri um leið tilbúið að fallast á ákveðin skilyrði varðandi starfsemi OV og aðlögun vegna hugsanlegrar sameiningar við Rarik. Skilyrði ríkisins um niðurgreiðslu lána í félagslega húsnæðiskerfinu var strax hafnað af vestfirskum sveitarfélögum. Í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar var samstaða um þá málsmeðferð. Með viðaukatilboði ríkisins dags. 21. september sl. er loksins komið til móts við kröfur vestfirskra sveitarfélaga og staðfest að lausn á vanda í félagslega húsnæðiskerfinu verður á landsvísu en ekki með sérstökum hætti á Vestfjörðum.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur þunga áherslu á að orkugeirinn á Vestfjörðum verði efldur þrátt fyrir breytta eignaraðild að Orkubúi Vestfjarða. Í framtíðinni verði áfram fyrirtæki sem starfi annað hvort áfram á Vestfjörðum eingöngu eða í hinu nýja Norðvesturkjördæmi en með höfuðstöðvar sínar á Ísafirði þar sem saman er komin mikil reynsla og góður árangur sem hefur náðst í að reka orkufyrirtæki við aðstæður sem gerast ekki erfiðari í þessu landi.

Frjálst val fólks til búsetu byggist á öruggri atvinnu. Sú ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að selja hlut sveitarfélagsins í Orkubúi Vestfjarða byggir á þeirri staðreynd að Ísafjarðarbær þarf að losna undan skuldum sem orðið hafa til í áranna rás og sett sveitarfélagið í hóp með 10-12 skuldsettustu sveitarfélögum landsins. Sú aðgerð er jákvæð vegna þess að hún tryggir áframhaldandi þjónustustig í sveitarfélaginu og möguleika þess til uppbyggingar. Standi ríkisvaldið með sveitarfélaginu að því að tryggja áframhaldandi starfsemi í orkugeiranum á Vestfjörðum þar sem efling hans er markmiðið er það byggðastefna í verki. Vestfirðingar þurfa á byggðastefnu í verki að halda.

Ísafirði, 27. september 2001
Guðni G. Jóhannesson, forseti

Bryndís G. Friðgeirsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. bæjarfulltrúa K-lista:

Tillaga bæjarfulltrúa K-lista

Fulltrúar K-lista leggja fram eftirfarandi tillögu á 104. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafnar framkomnu tilboði fjármála- og iðnaðarráðuneyta í eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Orkubú

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli