Frétt

bb.is | 27.05.2005 | 07:00„Synjun umhverfisnefndar er okkur mikil vonbrigði“

Lóðirnar nr. 21 og 23 við Hafnarstræti eru fyrir ofan Bensínstöðina á myndinni.
Lóðirnar nr. 21 og 23 við Hafnarstræti eru fyrir ofan Bensínstöðina á myndinni.
Heimir Sigurðsson framkvæmdastjóri neytendasviðs Olíufélagsins ehf. segir það mikil vonbrigði að umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hafi synjað félaginu um stækkun á lóð sinni til að bæta að- og fráreinar á núverandi stöð. Hann segir að félagið hyggi á uppbyggingu á Ísafirði og því sé það sett í mjög erfiða stöðu með þessari ákvörðun umhverfisnefndar. Þetta kemur fram í bréfi sem Heimir sendi bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í kjölfar ákvörðunar nefndarinnar. Umhverfisnefnd ákvað að úthluta Sigurjóni Sigurjónssyni lóðunum nr. 21 og 23. Olíufélagið fékk lóðinni nr. 23 úthluta árið 2000 en sú úthlutun féll úr gildi þar sem framkvæmdir hófust ekki innan árs. Málið var á dagskrá bæjarstjórnarfundar í gær. Í bréfi Heimis segir að afgreiðsla umhverfisnefndar sé óskiljanleg í „ljósi þess að litlar tilraunir eru gerðar til að ná samningi við lóðarumsækjanda á lóðinni við hliðina. Mjög auðveldlega væri hægt að horfa á nýja sameiginlega innkeyrslu fyrir báðar lóðirnar og þannig að koma á móts við félagið“, eins og segir í bréfinu. Þá segir að ef önnur atriði í umsókn félagsins væri þyrnir í augum nefndarinnar þá mætti skoða þau mál betur með tilliti til skipulagsmála.

Þá segir í bréfi Heimis: „Olíufélagið hlýtur að gera þá kröfu að umsókn félagsins fái réttláta málsmeðferð, það er erfitt að skilja hvers vegna að lóð sem var í hendi fyrir einu ári er ekki a.m.k. að hluta laus í dag. Það þarf líka að halda til haga að Olíufélagið hefur á síðustu mánuðum haldið Ísafjarðarbæ upplýstum um gang mála m.a. með símtölum og fundum með forsvarsmönnum bæjarfélagsins. Öllum var ljóst að Olíufélagið var að undirbúa tillögur, þeir sem höfðu séð þær töldu að þarna væru metnaðarfullar tillögur á ferðinni.“

Sem kunnugt er var bensínstöðin á Ísafirði reist af olíufélögunum þremur að kröfu bæjarstjórnar Ísafjarðar á sínum tíma og einnig var krafa bæjarstjórnar sú að aðeins yrði reist ein bensínstöð á Ísafirði. Á síðasta ári lauk samrekstrinum og tók Olíufélagið þá yfir reksturinn. Um þetta atriði segir í bréfi Heimis: „Olíufélagið leggur sig fram að vinna að sínum málum í sátt við hagsmunaaðila, í þessu máli hefur verið farið fram af heilindum og ekki sagt meira en hægt hefur verið að standa við. Áður var félagið bundið í báða skó með samningi um samrekstur sem að einhverju leiti má segja að Ísfirðingar bera ábyrgð á. Umsóknir um lóðir á öðrum stöðum var svar félagsins við þeirri óvissu sem ríkti varðandi slit ofangreinds samstarfs - um leið og það lá fyrir að Olíufélagið yrði áfram með Ísfjörð var undirbúningur að uppbyggingu settur af stað.“

Í niðurlagi bréfsins til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar segir svo: „Hér með er óskað eftir að Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hlutist til um að leitað sé allra leiða til að leysa aðgengi að stöð Olíufélagsins á Ísafirði - það hlýtur að vera eðlileg krafa í ljósi forsögunnar. Engin af starfsmönnum félagsins trúir að með samþykkt umhverfisnefndar sé verið að koma félaginu út af núverandi lóð.“

Aðspurður hvort að með bréfi sínu sé Olíufélagið að óska eftir því að bæjarstjórn fresti afgreiðslu umhverfisnefndar um lóðarúthlutunina segir Heimir bréfið vera ósk um að Ísafjarðarbær skoði málið ofan í kjölinn með hagsmuni allra aðila í huga. Hvort að fresta þurfi afgreiðslu málsins geti hann ekki dæmt um. Aðalatriðið sé að félagið sé með hugmyndir um mikla uppbyggingu á Ísafirði og því hljóti svo stórt mál að verða skoðað vandlega áður en endanleg ákvörðun verði tekin. Um sé að ræða tvær lóðir þar sem verslunarrekstur verði á og því hljóti hagsmunir að geta farið saman.

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli