Frétt

bb.is | 26.05.2005 | 14:00Afgreiðsla fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2004 ekki í samræmi við lög?

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Lárus Bollason viðskiptafræðingur á sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins segir að þegar fjárhagsáætlun sveitarfélags er afgreidd af sveitarstjórn þarf að gera ráð fyrir öllum rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess. Að öðrum kosti stenst hún ekki lög. Liggi af einhverjum ástæðum ekki allar upplýsingar fyrir þegar fjárhagsáætlun er afgreidd ber að endurskoða hana formlega með einni umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarlög eru mjög skýr að þessu leyti segir Lárus. Svo virðist sem afgreiðsla bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á fjárhagsáætlun ársins 2004 hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög því í fjárhagsáætlunina vantaði tölur yfir Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. Sú staðreynd að stærstu efnahagsstærðir og stórar rekstrarstærðir vantaði í fjárhagsáætlunina komu hvergi fram í kynningu bæjarstjórnar á fjárhagsáætluninni hvorki fyrir né eftir að fjárhagsáætlunin var afgreidd. Það kom þó fram í stefnuræðu bæjarstjóra við síðari umræðu í desember 2003.

Í sveitarstjórnarlögum er skýrt kveðið á um tilhögun og meðhöndlun fjárhagsáætlunar og ársreikninga sveitarfélaga. Í 61. grein laganna segir svo um fjárhagsáætlun: „Fyrir lok desembermánaðar skal sveitarstjórn afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs fyrir sveitarsjóð og stofnanir sveitarfélagsins. Ráðuneytið getur veitt sveitarstjórnum lengri frest þegar brýnar ástæður eru fyrir hendi. Fjárhagsáætlun samkvæmt þessari grein skal vera meginregla um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn sveitarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins á viðkomandi reikningsári.“

Um breytingar á fjárhagsáætlun segir svo í lögunum: „Heimilt er að endurskoða fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana sveitarfélags og gera á henni nauðsynlegar breytingar ef í ljós koma breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn afgreiðir slíkar breytingar á fjárhagsáætlun við eina umræðu. Breytingartillögur skulu sendar öllum fulltrúum í sveitarstjórn með dagskrá viðkomandi sveitarstjórnarfundar.“

Lárus Bollason segir ákvæði sveitarstjórnarlaga hvað fjárhagsáætlun og ársreikninga sveitarfélaga mjög skýr. „Þegar fjárhagsáætlun sveitarfélags er afgreidd þurfa að vera í henni áætlanir um allan rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess. Takist af einhverjum ástæðum ekki að hafa allar áætlanir inní fjárhagsáætlun þarf að breyta fjárhagsáætluninni með formlegum hætti í sveitarstjórn þegar þær upplýsingar liggja fyrir“, segir Lárus. Hann segir hins vegar engin sérstök viðurlög vera við brotum á þessum ákvæðum sveitarstjórnarlaga.

Í raun má því ætla að bæjarstjórn hafi verið óheimilt að afgreiða fjárhagsáætlunina án áætlunar yfir rekstur Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. og einnig má ljóst vera að til þess að koma henni í áætlunina hefði þurft að breyta henni með formlegum hætti í bæjarstjórn. Slíkt var ekki gert og engar breytingar voru gerðar á fjárhagsáætlun þeirri sem samþykkt var þann 18. desember enda var í gær ennþá að finna á heimasíðu bæjarins upphaflega fjárhagsáætlun bæjarins þar sem gert var ráð fyrir 125 milljón króna tapi af rekstri. Þegar upp var staðið varð tapið hins vegar 221 milljón króna.

Þegar ársreikningar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2004 voru loks lagðir fram í síðustu viku sagði bb.is frá ársreikningunum og bar þá saman við þá áætlun sem kynnt var fyrir fjölmiðlum á sínum tíma m.a. í viðtölum við Halldór Halldórsson bæjarstjóra. Í framhaldinu rengdi m.a. bæjarstjóri þennan samanburð blaðsins. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að þegar fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 var lögð fram til fyrri umræðu 3. desember 2003 var gert ráð fyrir 362 milljóna króna halla af rekstri bæjarins. Í viðtali við bæjarstjóra lýsti hann því yfir að niðurstaða rekstrar væri algjörlega óásættanleg og það yrði verkefni bæjarstjórnar að breyta áætluninni á milli umferða.

Þegar fjárhagsáætlun kom til seinni umræðu þann 18. desember 2003 var gert ráð fyrir 125 milljóna króna halla og var hún þannig samþykkt í bæjarstjórn þann dag. Í viðtali við bb.is daginn eftir lýsir bæjarstjóri þessari niðurstöðu fjárhagsáætlunarinnar og segir reksturinn í jafnvægi. Ekkert er hins vegar sagt um það að í fjárhagsáætlunina vanti tölur vegna Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Þess má geta að á árinu 2004 voru tekjur félagsins rúmar 95 milljónir og rekstrartapið rúmar 85 milljónir króna. Í árslok 2004 voru heildarskuldir félagsins um 1,5 milljarðar króna.

Í seinni umræðu um fjárhagsáætlunina kom fram í ræðu bæjarstjóra að fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. lægi ekki fyrir „en gert er ráð fyrir að taka fjárhagsáætlun stofnunarinnar inn í samstæðureikning þegar fjárhagsáætlun 2004 verður gefin út væntanlega í febrúar á næsta ári“, eins og segir orðrétt í ræðu bæjarstjóra. Þá segir að áætlað sé framlag til fyrirtækisins og það sé undir liðnum framlög til B-hluta fyrirtækja. Þessar upplýsingar komu hins vegar ekki fram í kynningu á áætluninni. Ekki eru heldur bókaðir neinir fyrirvarar við afgreiðslu bæjarstjórnar á fjárhagsáætluninni hvorki við fyrri né seinni umræðu.

Í handbók bæjarfulltrúa og nefndarmanna um fjárhagsáætlunina sem gefin var út og undirrituð af Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra og Þóri Sveinssyni fjármálastjóra þann 14. janúar eru tölur yfir fasteignir Ísafjarðarbæjar ekki í fjárhagsáætluninni og ekki sjáanlegt að þess sé neins staðar getið í handbókinni sem þó er ætlað að vera bæjarfulltrúum. nefndarmönnum og starfsmönnum bæjarins til upplýsingar.

Við vinnslu þessarar fréttar var í gær óskað skýringa Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra á nokkrum atriðum við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Þau svör höfðu ekki borist í morgun.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli