Frétt

Bylgjan | 26.05.2005 | 13:25Einstakt í sögu keppninnar

Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Paolo Maldini kom Milan yfir á fyrstu mínútu og Hernan Crespo bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. En á sex mínútuna kafla jafnaði Liverpool metin með mörkum frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso. Jerzy Dudek var svo hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Þetta var fimmti Evrópumeistaratitill félagsins.

Framtíð Gerrards, fyrirliða Liverpool, hefur verið í nokkurri óvissu að undanförnu en í leikslok, þegar hann hafði hampað Evrópumeistaratitlinum sem næstyngsti fyrirliðinn í sögu keppninnar, sagði hann í viðtali: „Hvernig get ég farið eftir kvöld sem þetta?“ Gerrard var valinn maður leiksins.

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, fetaði í fótspor Jose Mourinho, stjóra Chelsea, með því að vinna Meistaradeildina ári eftir að hafa unnið Evrópukeppni félagsliða en þeir eru einu stjórarnir sem hafa afrekað það. Bentiez náði strax á sínu fyrsta ári að skrá nafn sitt gylltu letri í sögu Liverpool með því að verða Evrópumeistari líkt og Bob Paisley og Joe Fagan, fyrrum stjórar félagsins.

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milan, sagði að Milan hefði verið miklu sterkara liðið. „En fótbolti er eins og pólitík: Þú heldur að sigurinn sé í höfn en svo kemur í ljós að svo var ekki,“ sagði Berlusconi.

Ítölsk dagblöð segja leikinn martröð líkasta og eitt blaðið segir að rithöfundurinn Agatha Christie hefði ekki einu sinni getað samið svona reyfara.

Spænskir fjölmiðlar gera mikið úr afreki Liverpool og Benitez og kalla hann kónginn á Merseyside. Þá fær Xabi Alonso mikið hrós fyrir frammistöðuna. Meira að segja þýska blaðið Bild sagði þetta magnaðasta úrslitaleikinn í 50 ára sögu Meistaradeildarinnar, sem áður hét Evrópukeppni meistaraliða, og hrósar Dietmar Hamann í hástert.

Enskir fjölmiðlar eru hástemmdir í lýsingum sínum á afreki Liverpool og The Guardian segir að það hafi þurft ímyndunarafl H.G. Wells til þess að láta sig dreyma um leik eins og þennan. „Kraftaverkið í Istanbul“ sagði Times og „Hinir ótrúlegu“ sagði The Sun á forsíðu.

Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum í Liverpool í dag þegar hetjurnar koma heim. Myndir frá heimkomunni verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli