Frétt

Sigurjón Þórðarson | 25.05.2005 | 16:15Samfylkingin setur niður ef Guðmundur Árni verður sendiherra

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Manni er brugðið við þau tíðindi að Guðmundur Árni Stefánsson sé á leið í sendiherrann og maður spyr sig hvort Samfylkingin ætli að halda áfram að vera í samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna þar sem engu má breyta. Flokkurinn setur niður við það að taka þátt í slíkum embættisveitingum og þetta gerir Samfylkinguna ótrúverðuga í að boða breytta stjórnarhætti.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir barði sér á brjóst á sunnudaginn og sagði m.a.:

„Lýðræðið er hugsjón um að einstaklingarnir geti mótað samfélag sitt og sína eigin tilveru. Að lífsviðhorf þeirra og verðleikar séu virtir án tillits til uppruna, félagslegrar stöðu eða kynferðis. Að þeir þurfi ekki að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum, valdhöfum, kenjum og klíkum – af öllu þessu eru klíkurnar verstar. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tillits til hagsmuna heildarinnar. Þær eru til í pólitík eins og annars staðar og þær eru bæði flokkspólitískar og þverpólitískar.“

En er ekki Samfylkingin að sanna sig sem einn af þessum klíkuflokkum með því að setja Guðmund Árna í sendiherrann? Ekki hefur Samfylkingin opnað bókhald flokksins til að taka af allan vafa um að hún tengist ekki hagsmunum einhverra fyrirtækja. Af hverju ekki? Nú er um að gera að fylgjast með hvort eitthvað sé að marka þessa setningu sem finna má í drögum að ályktun um lýðræðismál: „Landsfundur ályktar að sett verði lög um fjárreiður stjórnmálaflokka.“ Í sama dúr kveður í einni skilagrein framtíðarhópsins svokallaða. Ég vil sjá verkin tala, eins og verið hefur hjá okkur í Frjálslynda flokknum frá upphafi.

Svo er ég búinn að þæfa vefinn með upplýsingum um flokkinn og fundinn og finn ekki stafkrók um atvinnuvegina. Þar má vissulega ýmislegt finna um t.d. jafnréttis-, umhverfis- og velferðarmál - gott og blessað - en hver er eiginlega stefna Samfylkingarinnar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum?

„Ósætti um fiskveiðistjórn skapar óstöðugleika í mikilvægri grein. Samfylkingin á að hafa frumkvæði og taka forystu um sátt.“ Þetta er liður 7 í flokknum Atvinnulíf, nýsköpun og hagvöxtur framtíðarhópsins.

Hvað þýðir þetta? Hvað vill Samfylkingin gera? Það væri að æra óstöðugan að fara yfir það hvað stefnuleysið er algjört hjá Samfylkingunni. Stafar þetta áhugaleysi e.t.v. af því að forystan er meira og minna öll reykvísk að verða, fólk sem lætur sig atvinnulíf landsbyggðarinnar litlu varða, fólk sem hefur ekki áhuga á byggðamálum?

Ég hlýt að spyrja þessara spurninga - og víst væri gott að fá einhver svör við þeim: Hefur Samfylkingin stefnu í atvinnuvega- og þar með byggðamálum? Eða snýst hún um klíkuskapinn sem hún fordæmir og að hossa einstökum þingmönnum sem eru orðnir leiðir á að komast ekki í ráðherrastóla?

Sigurjón Þórðarsonsigurjon.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli